Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1905, Qupperneq 80

Eimreiðin - 01.05.1905, Qupperneq 80
ióo STEFÁN STEFÁNSSON och H G. SÖDERBAUM: ISLANDS FODER- OCH BETESVÁXTER, II, Meddelanden fran kungl. Landtbruks-Akademiens Experimental- felt. No. 83. Stockholm 1904. Fyrsta heftið kom út 1902. Þess hefir áður verið getið í Eimreiðinni, og skulum vér því láta oss nægja að geta þess, að þar er rætt um innihald 6 gras- tegunda. 3 starartegunda og 4 annarra hálfgrasa, 1 seftegundar, 1 jurtar, 1 víði- tegundar. II. hefti getur um 7 grasategundir, 2 seftegundir, I2jurtir og 5 tegundir af víði og lyngplöntum. Þessar rannsóknir eru mjög mikilsverðar og með öllu nauðsynlegar til þess, að landbúnaður vor standi föstum fótum. Svo að segja öll hagsæld vor íslendinga byggist á túnum vorum, engjum og högum. fað er því hverju barni auðskilið, að ö 11 vísindaleg rannsókn á jurtagróðri landsins er eitt hið helzta til að hrinda framförum landsins áfram. Sé rannsóknin ekki vísindaleg (og því áreiðanleg), er ekki um annað en tómt kák að ræða, sem aldrei ber nokkurn ávöxt. Að því er II. heftið snertir, hafa þeir Stefán og Söderbaum skift verkum með sér á sama hátt og í fyrsta hefttnu: Stefán hefir safnað plöntunum með aðstoð Ólafs heitins Davíðssonar og ritað um útbreiðslu tegundanna, og þessháttar, um landið, en Söderbaum hefir framið efnarannsóknina og er hún aðalkjarni heftis þessa. Tegundirnar, sem rannsakaðar hafa verið efnafræðislega, eru ekki fáar, en hinar, sem eftir er að rannsaka, eru mjög margar. í*etta er því ekki annað en byrjun á mjög þörfu verki, er óskandi væri að Alþingi vort styrkti með ríflegum fjárframlögum framvegis. H. J. HELGI PJETURSSON: OM NOGLE GLACIALE OG INTERGLACIALE VULKANER PAA ISLAND. (Særtryk af »Oversigt over Det kgl. dansk Viden- skabernes Selskabs Forhandlinger« 1904. No 4.). Ritgerð þessi er í þrem höfuðköflum: I. er örstuttur inngangur; II. kaflinn er um eldfjöll. í kafla þessum er ýtarlega rætt um Snðefellsjökul, Kerlingarskarð, Eiríksjökul, Súlur og nálæg fjöll, og Hestfjall. Höf. getur ýmsra fjalla, er séu milli- ísa (interglacial) eldfjöll; það er að segja fjöll, sem hafi gosið á tímabilinu milli hinna síðustu ísalda. Hann bendir á, að Langjökulspildan sé eins konar ’milliísa’ ódáðahraun og að Eiríksjökull hafi svarað til Trölladyngju. III. kaflinn er um ald- ur eldfjallanna og ritar höf. þar ýtarlegar um »milliísa tímabil«. Að lokum getur höf. þess, að alt bendi á, að ísland hafi ekki verið landfast við önnur lönd eftir síðustu ísöld. Athuganir höf. eru mjög mikilsverðar, en þær eru þó ekki nema fyrsta skrefið í áttina til að ráða þær rúnir, er ísaldirnar hafa ritað á íslandi. Slíkar rannsóknir hafa mikið vísindalegt gildi og væri það sómi fyrir ísland að halda þeim áfram með fullri alvöru. H. J. Athugasemd. Af því ekki hefir tekist að ná nógu snemma í allar mynd- irnar í móritgerð Ásgeirs Torfasonar, verður síðari kafli hennar að bíða næsta (3.) heftis. RITSTJÓRI EIMREIÐARINNAR verður í Reykjavík frá því um 20. júni til ágústloka, og geta viðskiftamenn ritsins hitt hann þar eða skrifað honum þangað á því tímabili.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.