Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1905, Qupperneq 1

Eimreiðin - 01.09.1905, Qupperneq 1
Mór. (Framhald frá i. hefti). 2. Þurelta. — Aðferð þessa mætti líka nefna mómótun til aðgreiningar frá mósteypu — voteltu. — Á dönsku er þannig unninn mór nefndur »Pressetörv« á sænsku »presstorf« eða » maskinformtorf«. Við mómótun er mórinn eltur eins og hann kemur fyrir, án þess að sett sé vatn saman við hann. Pað var tekið fram áður, að mikla þýðingu hefði að ræsa vel mómýrarnar, áður en tekið er að vinna þær. Að því er mó- eltuna snertir, þá fæst eins og áður er sagt vinnusparnaður í aðra hönd, er nemur miklu meiru en framræslukostnaðinum. Sama er að segja um voteltuna, en þar bætist það við, að ef þureltan á að fara í góðu lagi, má mórinn, sem eltur er, helzt ekki hafa meira en 80 títíundir af vatni, en mór úr votum mýrum hefur oft í sér 90 títíundir vatns. Ennfremur er þvi svo varið, að mýrin sjálf er venjulega brúkuð fyrir þerrivöll við þureltu og er því mjög áríðandi að yfirborð hennar sé sem allra þurrast að unt er. Við þureltu er því rækileg framræsla ekki einungis gagnleg, heldur al- veg nauðsynleg. Sé mýrin mjög vot, ætti helzt að ræsa hana svo sem ári áður en byrjað er á mótekjunni, svo hún hafi tíma til að síga og þéttast. Aðalskurðirnir, sem ætíð eru fáir, stund- um aðeins einn, eiga að ná til botns í mýrinni; skurðirnir á þerri- vellinum eru venjulega gjörðir 0,5 m. á dýpt, en með aðeins 10—20 m. millibili. Um miðja nítjándu öld voru smíðaðar móvélar, bæði á Eng- landi, Pýzkalandi og víðar, en flestar reyndust þær lítt nýtar. Pað er fyrst árið 1858 að nýtileg móeltivél kemur til sögunnar. Hana lét ministeralráð Weber í Bajern smíða. Vél Webers líktist í aðal- atriðunum vélum þeim, er hafðar eru til að elta leir við tígul- steinsgjörð. Fyrst framan af var mórinn mótaður með höndum, líkt og þá tíðkaðist með tígulsteina, en brátt var vélinni breytt þannig, að mórinn kom úr hénni í mátulega digrum ferstrendum streng — eða strengjum —, er svo var skorinn í hæfilega stór stykki. Á síðustu árum hafa verið smíðuð kynstrin öll af móeltivél- um, og hafa ýmsar þeirra reynst vel, aðrar lakar, eins og gengur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.