Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1905, Síða 2

Eimreiðin - 01.09.1905, Síða 2
62 Ein af nýjustu endurbótunum er, aö vélin hlutar sjálf móstreng- inn; en áöur var það — og víða ennþá — gjört með handafli. Ein hin bezta og útbreiddasta móeltivél er vél sú, er hinn nafnkunni sænski verkfræðingur Anrep hefur einkaleyfi fyrir. Anrepsvelarnar eru einkum útbreiddar í Noregi, Svíþjóð og Rúss- landi. Pær eru smíðaðar á ýmsri stærð og bæði með tveimur og með einum ás. Yfirburðir Anrepsvélanna eru sérstaklega, hve frábærlega þær eru einfaldar og fábrotnar og svo traustar, að viðgjörðir eiga sér vart stað. Traustleikinn er höfuðatriði, sem vart verður lögð ofmikil áherzla á. Anrepsvélarnar eru svo traust- ar, að komi eitthvað í þær, er þær ekki geta unnið á, t. d. steinn eða mjög seigar trjárætur, þá brotnar vélin ekki, bara stöðvast. T 16. mynd. Á 16. mynd sést ein af Anrepsvélunum að innan, efrihluta bolsins er lyft upp. Vélin hefur tvo ása. Annar þeirra rekur aflvélina, og þareð þeir éru settir í samband með tveimur tann- hjólum (er sjást á myndinni), snúast þeir sinn veg hvor. Margir stálhnífar eru festir eftir skrúfulínu á báða ásana. Hnífarnir eru undnir, svo þeir mynda nokkurskonar slitna skrúfu, og settir þannig, að hnífarnir á öðrum ásnum grípa inn á milli hnífanna á hinum ásnum. Fremst á ásnum eru ein eða tvær umferðir af heilli skrúfu. Auk þessara hnífa standa hnífar upp frá botni vélar- bolsins og einnig niður frá lokinu. Hreyfanlegu hnífarnir strjúk- ast fast fram hjá þessum föstu hnífum og klippa því í sundur tægj- ur og rætur, er kunna að vera í mónum. Nokkrir af föstu hníf- unum eru svo langir, að þeir grípa hver á móti öðrum utan um

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.