Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1905, Page 6

Eimreiðin - 01.09.1905, Page 6
ins, er sporbrautin flutt um set. Á síðustu árum haf'a þessar hring- brautir verið endurbættar þannig, að vírstrengur, sem aflvélin hreyf- ir, er látin draga vagnana, ellegar þeir eru reknir með rafmagni. Sparast mikið mannafl við það, en útbúnaðurinn er dýr, og ekki svo fullkominn ennþá, að fullkomlega sé hægt að reiða sig á hann. Að sínu leyti eins og við voteltuna, hafa verið smíðaðar litlar þureltivélar, sem reknar eru með hestafli. Á 20. mynd sést ein af þessum vélum. Hún er smíðuð af »Ystads Gjuteri och Meka- niska Werkstads Aktiebolag« í Ystad í Svíþjóð. Vélin er D/2 m. á hæð, vegur 900 kíló og kostar á staðnum 350 krónur. Ás- inn (y), sem hestinum er beitt fyrir, er 7 metrar á lengd. Eftir skýrslu frá Sví- þjóð býr hún til með einum hesti (heima þyrfti sjálfsagt tvo hesta) 15 til 20þús. mó- kögla á dag. Hver köggull er að stærð 4X5X8 þuml. Dagsverkið verður því hér um bil 6—8 smálestir af þurrum mó. Um mannaflann er ekki taiað í skýrslunni, en að öllum líkindum er hann talsvert meiri en við álíka stórar voteltivélar (sjá Eimreiðina XI, 57)- Vélin er sett þannig niður, að grafin er gryfja il/i m. á lengd og 8/4 m. á breidd, og vélin sett yfir annan endann á gryfj- unni, svo að fóturinn (z) stendur á jörð- unni. Jafnframt og mónum er kastað í vélina er helt dálitlu vatni í hana, til að létta eltuna; þó má það ekki vera meira 20. mynd. en svo, að mórinn haldi sér þegar hann kemur úr vélinni. Mórinn kemur úr véhnni út um mynnið A í fjómm strengjum, og tekur einn maður þar við þeim á smá 19. mynd.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.