Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1905, Síða 14

Eimreiðin - 01.09.1905, Síða 14
«74 vellagaða bagga með þrýstivél og bundið utan um með stalþræði. 23. mynd er af þrýstivél og má reka hana með handafli. Prýsti- vélin, stærð nr. 1, tekur bagga, sem eru 1,2X0,6X0,75=0,54 teningsmetra á stærð og kostar 1280 kr. Önnur, sem er nokkru minni, kostar 1050 kr. Með vélum þessum ma búa til alt að þvi 100 bagga á dag. Vinnuaflið hér um bil 6—8 menn. Upp til sveita í Noregi hafa víða verið stofnuð smá hluta- félög, er miða að því, að birgja félaga sína með ódýrum mósalla 23. mynd. til heimilisnota. Hlutirnir eru gefnir út fyrir hverjar 5 kýr eða sem því svarar af öðrum skepnum. Fyrir hverja 2 hluti er bygð- ur skúr í mýrinni til að geyma móinn í til vetrarins. Skúrum þessum er skift í tvent, og tekur hver helmingur 15 teningsmetra af mó eða sem svarar 3 teningsmetrum fyrir hverja kú. Víða er mórinn þurkaður á þurkgrindum. Auk geymsluskúranna er eitt talsvert stærra hús, og er mórinn tættur í því. Allir hluthafar hafa rétt á að tæta mó sinn þar, en leggja verða þeir til hesta til að reka rifvélina með.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.