Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1905, Page 23

Eimreiðin - 01.09.1905, Page 23
»3 svo hefir mórinn þann kost, að venjulega er lítið í honum af brennisteini, en brennisteinninn í steinkolunum skemmir oft að mun útlit tígulsteina. Til kalkbrenslu má líka nota mó, og er talið að þurfi i kíló af mó til að brenna I kíló af kalki. Víða um lönd er steinkolagas notað mikið til ljósa og einnig til að reka með gasvélar (Gasmótóra). Ur mó má líka búa til gas, en lengi vel reyndist það ekki rétt vel, erfitt að hreinsa það o. s. frv. Á síðari árum hefir samt lánast að búa til mógas, sem Foríyr til Törc. * í alla staði er eins gott og steinkolagas, að minsta kosti til að reka vélar með, en langt um ódýrara. í Svíþjóð og Pýzkalandi er þegar farið að nota það að mun, og vísast verður þess ekki langt að bíða, að það verði notað hér í Danmörku. Því miður hefir ekki enn þá lánast að útbúa þessar mógasverksmiðjur minni en svo, að nemur ioo—200 hestöflum. Tær verða því vart tekn- ar upp fyrst um sinn á íslandi. Margar tilraunir hafa verið gjörðar til að hagnýta tægjurnar í mónum og hefir verið keyptur aragrúi af einkaleyfum í þá átt, en flest af því hefir ekki svarað kostnaði og margt af því reynst einskært »húmbúg«.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.