Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1905, Page 24

Eimreiðin - 01.09.1905, Page 24
184 Ég hef nú leitast við að skýra nokkuð helztu móvinnuaðferðir, og til hvers og hvernig mór verði hagnýttur. Kemur þá að þeirri spurningu, hvernig á að koma móiðnaði í lag heima á íslandi. Pað sem mér lízt tiltækilegast í þá átt, er, að vér förum að dæmi annarra þjóða og stofnum íslenzkt móiðnaðarfélag. Félag þetta ætti að sjálfsögðu að fá styrk af almannafé. Markmið fé- lagsins yrði að útbreiða þekkingu á mó og móiðnaði á íslandi, og mætti gjöra það með blaða- og tímaritsgreinum og með fyrir- lestrum, er félagið sæi um að yrðu haldnir sem víðast. Pað ætti að gangast fyrir að leitað yrði að mó, þar sem hann er ekki fundinn enn þá, og sjá um, að mór og mómýrar yrðu rannsakað- ar svo nákvæmlega, að hægt yrði að gefa bendingar um, hvernig haga skyldi móvinnu á hverjum stað. Pað ætti að sjá um útvegun hentugra áhalda og véla til mó- vinnu og síðast, en ekki sízt, að sjá um, að svo margir ungir menn lærðu móvinnu — fyrst um sinn utanlands, seinna heima —, að þeir, sem vildu ráðast í móiðnaðarfyrirtæki, ættu jafnan kost á mönnum með nauðsynlegri sérþekkingu. Við saming ritgjörðar þessarar hef ég alstaðar, þar sem mér var unt, stuðst við sjálfsýn. Par sem þekking mín og reynsla hehr ekki hrokkið til, hef ég stuðst við upplýsingar frá einstökum mönnum og vil ég þar til einkum nefna hinn góðfræga ritara Mó- iðnaðarfélagsins danska, riddarahöfuðsmann Rahbek í Sparkær. Kann ég honum miklar þakkir fyrir hina dæmafáu alúð hans, og hve staklega hann lét sér ant um, að ég hefði sem mest gagn af dvöl minni í Sparkær og ferðalagi mínu í Danmörku. Af bókum, er ég hef stuðst við, skal ég nefna: A. Hausding Handbuck der Torfgewinnung und Torfverwertung (1904). Pessi ágæta bók er nokkurskonar móiðnaðarbiblía og ómissandi öllum þeim, er vilja kynna sér móiðnað til hlítar. Ennfremur Alf Lar- son och Ernst Wallgren: Om Bránntorfindustri i Europa; Dr. Th. Köller: Die Torf-Industrie; J. G. Thaulow: Indberet- ning. Meddelanden frán Kungl. Landtbruksstyrelsen 1904 (nr. 95); Meddelelser fra Moseindustriforeningen og Meddelelser fra det norske Myrselskab. Myndir þær, er fylgja ritgjörðinni, eru flestar lánaðar á ýms- um stöðum. Bezt hefir »Det norske Myrselskab« reynst mér.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.