Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1905, Qupperneq 35

Eimreiðin - 01.09.1905, Qupperneq 35
195 Þetta virtist honum svo áþreifanlegt, að hann viðstöðulaust hét manninum vinnu hjá sér. Svo hélt hann aftur af stað með plóginn sinn, hrærður í hug og næstum sæll. »þú munt komast að raun um, að nú verður ekki svo erfitt að gera það, fyrst þú veizt með vissu, að faðir þinn vill það,« sagði hann við sjálfan sig. — II. Nokkrum vikum seinna var Ingimar að fægja aktýgi. Hann leit út fyrir að vera í illu skapi og honum gekk seint vinnan. »Ef ég væri guð almáttugur,« hugsaði hann, »skyldi ég sjá um, að sérhver ásetningur væri framkvæmdur á sama augnabliki og hann verður til í huga mannsins. Eg skyldi ekki gefa mönnunum svona langan tíma til að velta öllu fyrir sér upp aftur og aftur, og brjóta heilann um alt, sem geti verið til fyrirstöðu. Ég skyldi ekki láta mér koma til hugar að gefa þeim tíma til að fægja aktýgin og mála vagninn, ég skyldi senda þá beina leið frá plógnum.« Hann heyrði vagnskrölt á veginum, leit upp, og þekti strax hestinn og vagninn. »Pingmaðurinn frá Bergskógi er að koma,« kallaði hann inn í eldhúsið, þar sem móðir hans var við störf sín. Hann heyrði að hún lagði strax brenni á eldinn og að kaffikvörnin fór að snúast. Pingmaðurinn ók heim að bænum; þar stöðvaði hann hestinn, en sté ekki af vagninum. »Nei, ég ætla ekki að koma inn,« sagði hann, »ég ætla bara aö tala fáein orð við þig, Ingimar. Ég hef lítinn tíma, þarf niður til fundarhússins að greiða atkvæði.« — »Móðir mín vill víst gjarnan að þér þiggið kaffi,« sagði Ingimar. »Pakka, en ég verð að hafa gát á tímanum.« — »Pað er langt síðan þér voruð hér síðast, herra þingmaður,« sagði Ingimar. Móðir hans kom nú líka út á bæjardyra þröskuldinn og lagði orð í belg: »Pér ætlið þó ekki að fara svo, að koma ekki inn og þiggja kaffisopa.« Ingimar opnaði vagninn, og þingmaðurinn fór að hreyfa sig. »Pegar frú Marta býður sjálf, er mér víst bezt að hlýða,« sagði hann. — Hann var hár og grannvaxinn, kvikur á fæti og eins og hann væri af alt öðrum kynflokki en Ingimar og móðir hans, sem bæði voru ófríð sýnum, deyfðarleg á svip og klunnaleg á velli. En hann bar mestu virðingu fyrir »gamla fólkinu« á Ingimarsstöðum, »3*
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.