Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1905, Side 37

Eimreiðin - 01.09.1905, Side 37
i97 gleði sína strax í ljósi, en nú fór honum að þykja tíma til að tala. þingmaðurinn sat nú líka hljóður. Hann vissi, að hann yrði að gefa »gamla fólkinu« ráðrúm til að hugsa sig um. Loks sagði þá móðir Ingimars: »Újá, nú hefur Brita þolað sína hegningu, nú kemur röðin að okkur hinum.« Gamla konan meinti með þessu, að ef þingmaðurinn æskti einhverrar hjálpar af Ingimarssonunum, til endurgjalds fyrir að hann hefði greitt leiðina fyrir þá, þá mundu þau ekki liggja á liði sínu; — en Ingimar sldldi orð hennar öðruvísi. Hann hrökk við, og vaknaði nú snögglega af dvalanum. Hvað ætli faðir minn segði um þetta, hugsaði hann. Ef ég nú bæri þetta mál fyrir hann, hvað mundi hann segja. »þú skalt ekki halda, að þú getir gjört gys að réttvísi guðs,« segir þá faðir minn, »þú skalt ekki halda, að hann láti það viðgangast óhegnt, ef þú lætur Britu einsamla bera alla sökina. Þó faðir hennar vilji afneita henni, til þess að sleikja sig upp við þig og geta lánað peninga hjá þér, þá skalt þú samt ganga á guðs vegum, Ingimar litli Ingimarsson.« Eg held hreint að öldungurinn, hann faðir minn, vaki yfir mér í þessu máli, hugsaði Ingimar. Hann hefur sent föður Britu hirigað, til þess mér yrði fyllilega ljóst, hvílík óhæfa það væri að ætla sér að skella allri skuldinni á hana, aumingjann. Hann hefur að líkindum séð, að ég hef ekki verið sérlega áfram um að fara síðustu dagana. Ingimar stóð upp, helti konjakki í kafíið og tók upp bollann sinn. »Nú þakka ég yður fyrir, að þér komuð hingað í dag, herra þingmaður,« sagði hann og drakk honum til. III. Allan fyrripart dagsins hafði Ingimar verið að bisa við birki- trén, sem stóðu við innganginn. Fyrst hafði hann reist upp trönur, svo hafði hann tekið um trjátoppana og beygt þá saman, svo að trén mynduðu bogagöng. Trén vildu alls ekki beygja sig. Hvað eftir annað slitu þau sig laus og teygða úr sér, þráðbein. »Hvað á nú þetta að þýða?« sagði Marta gamla. »Mér finst þau nú geta vaxið svona fyrst um sinn,« svaraði Ingimar. Nú kom fólkið inn til að borða miðdagsmatinn. Að lokinni máltíð fór það út á græna grasflötinn og lagðist til svefns. Ingi- mar Ingimarsson sofnaði líka; en hann lá Uppi í breiðu rúmi í

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.