Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1905, Síða 40

Eimreiðin - 01.09.1905, Síða 40
200 sonunum,« sagði ég. »Það er heiðarlegt fólk.« — »Já,« svaraði hún, »það er heiðarlegt fólk.« — »Pað er besta fólkið í héraðinu,« sagði ég, »það er svo réttlátt.« »Já, það er nú ekki álitið órétt- látt að þröngva kvennfólki til að giftast.« »Hyggið fólk er það líka.« — »Já, en það þegir yfir öllu, sem það veit.« — »Talar það aldrei um neitt?« — »Hér mælir enginn orð frá munni, nema það sé öldungis óhjákvæmilegt.« Nú mátti ég til með að fara; en þá datt mér í hug að segja. »Á brúðkaupið að standa hér eða heima hjá þér?« »Við eigum að halda það hér. Hér er meira húsrými.« — »Sjáðu þá um að þau fresti ekki brúðkaupinu alt of lengi,« sagði ég. — »Við eigum að giftast að mánuði liðnum,« svaraði hún. — En þegar ég var að skilja við Britu, kom mér til hugar, að Ingimarssynirnir höfðu fengið litla uppskeru, og ég sagðist ekki búast við, að þið hélduð neitt brúðkaup það árið. »Jæja, þá verð ég að fleygja mér í sjóinn,« sagði Brita. Mánuði síðar var mér svo sagt, að brúðkaupinu hefði verið frestað; og ég var hrædd um, að það mundi ekki verða affara- sælt. Eg fór því upp að Bergskógi og talaði við þingmannsfrúna. »t'au munu fara illa að ráði sínu niðri á Ingimarsstöðum,« sagði ég. — »Svo,---------- Við vérðum að láta okkur lynda, hvernig sem þau haga því,« sagði hún. »Við þökkum guði daglega, að dóttir okkar hefur fengið slíka forsjá.« Móðir mín hefði ekki þurft að hafa svona mikið fyrir þessu; það fer enginn frá bænum þeim arna til að taka á móti Britu. Hún hefði ekki þurft að verða svona hrædd við heiðursboganti; þess konar útbýr maður bara til þess að geta sagt við guð al- máttugan: »Eg ætlaði mér að gera það. Parna geturðu séð, að ég ætlaði að láta verða af því.« En að framkvæma það fyrir alvöru-------það er nú annað mál. »í síðasta skiftið sá ég Britu um háveturinn,« hélt Kaisa áfram, »þá var mesta snjókingi.« »Ég gekk eftir mjóum stig, mitt inn í þéttasta skógnum. Éað var þreytandi færð. Ofurlítið var byrjað að hlána og krapinn rann undan fætinum. I'á sá ég einhvern sitja í snjónum til að hvíla sig, og þegar ég kom nær, þékti ég þar Britu. »Ert þú alein hér uppi í skógnum?« sagði ég við hana. »Já, ég er að ganga mér til skemtunar.* — fá staðnæmdist ég og horfði á hana. Ég gat ekki skilið í því, að hún væri þar. »Ég er að leita að, hvort hér séu engir brattir

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.