Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1905, Page 41

Eimreiðin - 01.09.1905, Page 41
201 klettar,« sagði Brita þá. — »Guð sé mér næstur, er það til þess að steypa þér fram af þeim?« sagði ég þá, því hún leit út eins og hún vildi ekki lifa. »Já,« sagði hún, »ég skyldi vissulega fleygja mér frarn af kletti, ef ég fyndi einhvern, sem væri nógu hár og brattur.* — »í»ú mátt skammast þín, aðra eins æfi og þú átt!« — »IJað getur verið; en Kaisa, ég er svo vond manneskja.« — »Mér liggur við að halda, að það sé satt.« — »Eg finn, að ég hlýt að gera eitt- hvað ilt af mér, svo það væri betra, að ég gæti dáið.« — »Hvaða heimska, barn!« — »Pað er engin heimska; ég varð svona, þegar ég flutti þangað niður.« — Svo kom hún alveg til mín, og ör- væntingin skein úr augunum á henni. »I’au hugsa ekki um annað en hvernig þau eigi að kvelja mig, og ég hugsa ekki um annað en hvernig ég eigi að kvelja þau í staðinn.« — »Sussu nei, Brita, þau eru góðar manneskjur.« — »Nei, þau hugsa ekki um annað en að svívirða mig.« — »Hefur þú sagt þeim það?« — »Eg tala aldrei við þau. Eg er altaf að hugsa um, hvernig ég geti gert þeim eitthvað ilt.«------- »Stundum er ég að hugsa um að kveikja í bænum; ég veit honum þykir vænt um hann. Mér hefur líka dottið í hug að gefa kúnum eitur; þær eru svo gamlar og ljótar og hringeygðar, eins og þær væru skyldar honum.« »Geltinn hundur glepsar sízt,« sagði ég. »Eitthvað ilt skal ég gera honum,« sagði hún, »annars fæ ég engan frið í hjarta mínu.« — »Pú veizt ekki hvað þú ert að segja,« sagði ég, »ég býst við þér takist á endanum, að útiloka allan frið úr sálu þinni.« Pá breyttist hún alt í einu og fór að gráta. Hún varð mjög sorgbitin, og sagðist eiga svo bágt vegna allra þessara illu hugs- ana, sem ásæktu sig. Svo fylgdi ég henni heim og hún lofaði mér að gjöra ekkert ilt af sér, ef ég þegði yfir samtalinu. »Svo velti ég lengi fyrir mér, við hvern ég ætti að tala,« sagði Kaisa, »mér fanst ég ekki geta farið til heldra fólks, eins og yðar — — —« í sama bili sló klukkan og miðdagshvíldin var liðin. Marta gamla flýtti sér að taka fram í fyrir Kaisu: »Heyrið þér, Kaisa, haldið þér, að það geti nokkurn tíma lagast milli hennar Britu og hans Ingimars?* »Hvernig þá?« spurði Kaisa alvarleg. »Eg á við, að ef hún ætti nú ekki að fara til Ameríku, haldið þér þá, að hún mundi taka honum?« »Hvernig á ég að vita þab? Pað

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.