Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1905, Síða 44

Eimreiðin - 01.09.1905, Síða 44
204 sagði hann hrærður. — »Ég þurfti að minsta kosti að biðja þig fyrirgefningar.« Ingimar rétti úr sér og kuldasvipur færðist á andlit hans. »Pað er altaf nógur tími til þess,» svaraði hann, »nú finst mér við ættum ekki að standa hér lengur.* — »Nei, þetta er ekki staður til að dvelja á,« sagði hún auðmjúk. — »Farangur minn er hjá Löfberg kaupmanni,« sagði Ingimar, þegar þau voru komin af stað.— »f’ar er líka kistan mín.« — »Ég hef séð hana þar«, sagði Ingimar. »Hún er of stór til að vera aftan á vagninum; við verð- um að láta hana bíða þangað til önnur ferð fellur.« Brita stað- næmdist og leit framan í Ingimar. Hann hafði ekki fyr minst á, að hann ætlaði að taka hana með sér heim. »Ég hef fengið bréf frá föður mínum í dag. Hann sagði, að þú værir samdóma þeim í því, að ég skyldi fara til Ameríku.« — »Ég hugsaði það væri ekki úr vegi, að þú gætir valið um fleira én eitt. Pað væri ekki víst, að þú vildir fara heim með mér.« Hún tók vel eftir, að hann sagði ekki, að hann vildi það sjálfur. En það gat nú líka verið af því, að hann vildi ekki taka hana móti vilja hennar í annað sinn. — Hún vissi hreint ekki hvað hún ætti að gera. Pað gæti nú í rauninni ekki verið neitt keppi- kefli að fá hennar líka fyrir húsfreyju á Ingimarsstöðum. »Segðu honum að þú farir til Ameríku, það er eini velgjörningurinn, sem þú getur auðsýnt honum,« sagði hún við sjálfa sig. »Segðu hon- um það, segðu honum það nú.« — En á meðan hún var að hugsa þetta, heyrði hún einhvern segja: »Ég er hrædd um ég sé ekki nógu hraust til að fara til Ameríku. Það er sagt, að þar sé mikil vinnuharka.« Henni fanst það vera einhver annar, sem svaraði þessu, en ekki hún sjálf. — >Það er sagt svo,« sagði Ingimar í hálfum hljóðum. — Hún skammaðist sín. Henni flaug í hug, að hún hefði sagt við prestinn um morguninn, að hún hefði ásett sér að verða nýr og betri maður. Henni sárnaði við sjálfa sig. Hún gekk lengi þegjandi og velti fyrir sér, hvernig hún ætti að fara að að taka orð sín aftur. En í hvert skifti, sem hún ætlaði að fara að segja eitthvað í þá átt, dóu orðin á vörum hennar, því henni virtist það vera svívirðilegt vanþakklæti, að gjöra hann nú aftur- reka, ef honum skyldi þykja vænt um hana enn. »Ó, að ég gæti lesið í hjarta hans,« hugsaði hún. Ingimar sá að hún staðnæmdist og studdi sig upp við vegg.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.