Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1905, Page 48

Eimreiðin - 01.09.1905, Page 48
208 fegar þau óku heim í hlaðið á Ingimarsstöðum, sat vinnu- fólkið yfir miðdagsborðum. »Par er þá húsbóndinn kominn,* sagði einn af vinnumönnunum og leit út. Marta gamla opnaði svefnlegu augun sín ofurlítið meira en vant var og stóð upp. »Sitjið þið nú öll kyr hérna inni,« sagði hún. Ænginn þarf að standa upp frá matnum.« Gamla konan gekk stillilega fram gólfið. Fólkið horfði á eftir henni, og tók eftir að hún var sparibúin, með silkisjal á herð- um og silkiskýlu á höfði, enda sópaði að henni. Hún var komin alla leið út í dyr, þegar hesturinn nam staðar. Ingimar hljóp strax út úr vagninum, en Brita sat kyr. Hann gekk yfir að þeirri hliðinni, sem hún sat við og opnaði vagninn. íÆtlaðu ekki að koma út?« — »Nei, ég vil það ekki.« Hún var farin að hágráta og hélt höndunum fyrir andlitið. »Eg hefði aldrei átt að koma aftur,« sagði hún grátandi. — »Hvaða heimska,« sagði Ingimar, »kondu nú út.« — »Láttu mig fara aftur til bæjar- ins, ég er ekki nógu góð handa þér.« Ingimar virtist ef til vill, að hún hefði rétt fyrir sér í því. Hann svaraði engu, en beið með höndina á vagnhurðinni. »Hvað er hún að segja?« spurði nú Marta gamla, sem stóð á þröskuldinum. »Hún segist ekki vera nógu góð handa okkur,« svaraði Ingimar, því Brita gat engu orði upp komið fyrir gráti. *Og hvers vegna er hún að gráta?« spurði gamla konan. »Af því ég er svoddan stórsyndari,« sagði Brita og þrýsti höndunum að hjarta sér. Henni fanst það ætla að springa af harmi. — »Hvers vegna?« spurði gamla konan aftur. — »Af því hún sé svoddan stórsyndari,« hafði Ingimar upp eftir henni. Pegar Brita heyrði hann hafa upp orð sín í köldum og kæru- lausum róm, varð sannleikurinn henni alt í einu augljós. Ekki hefði hann staðið þarna og haft þessi orð upp fyrir móður sinni, ef honum heíði ekki staðið á sama um hana, ef honum hefði þótt minstu vitund vænt um hana. Eað var ekkert vafamál lengur. Nú vissu hún það, sem hún vildi vita. »Hvers vegna kemur hún ekki út?« spurði gamla konan. Brita bældi niður grátinn og svaraði í skýrum róm: »Af því ég vil ekki steypa Ingimar í ógæfu.« — »Mér finst henni farast skynsam- lega orð,« sagði gamla konan. »Láttu hana fara burtu, Ingimar litli. I’ú skalt að minsta kosti vita það, að annars fer ég héðan. Eg sef ekki eina nótt undir sama þaki og þessi drós.«

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.