Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1905, Qupperneq 56

Eimreiðin - 01.09.1905, Qupperneq 56
2IÖ Fálki. Pað var fallegur hestur, hann Fálki á Grund; hann var vel vaxinn og ágætlega limaður; augun svör og tindrandi, og var sem eldur brynni úr þeim. — Og þegar hann var genginn úr hár- um, gljáði skrokkurinn hans grái, sem silfur væri. Enginn neitaði því heldur, að hann væri gæðingur; það var fullyrt, að hans jafningja myndi ekki geta í allri sveitinni, og vart finnast þó víðar væri um land leitað. Hann var fjörhestur mikill og skapbráður, en þó svo auðveldur, að hvert mannsbarn gat ráðið við hann. En Fálki gerði sér mannamun; hann lét sjaldan eins mikið til, ef kvennmenn sátu hann, einsog þegar hann bar karlmenn á baki. Og oft var það, ef huglitlir unglingar riðu honum, að hann lötraði í hægðum sínum, og hefði fáum, sem ekki þektu hann, komið til hugar, að það væri bezti hesturinn þar um slóðir. En um það luku allir upp einum munni, sem vóru Fálka nokkuð kunnugir, að aldrei væri hann eins skemtilegur og ganglaginn, eins og þegar húsbóndi hans, Gunnar bóndi á Grund, sæti hann. Peir höfðu gaman afað sjá tilþrifin, sem Fálki gerði undir Gunnari á Langamel fyrir utan Grund, þegar Gunnar kom drukkinn heim- leiðis úr kaupstaðnum, og klárinn hafði staðið bundinn allan dag- inn. Og fæstir kusu að vera nálægt honum, þegar hann þreif sprettinn; þrumaði á skeiði heim melinn og sendi glóandi skeyti aftur undan sér og til beggja hliða. Gunnar bóndi á Grund var hniginn við aldur; fyrrum hafði hann verið gildur bóndi og talinn vel við álnir, en eftir því, sem árin færðust yfir hann og börnunum fjölgaði, gekk að sama skapi aí honum, svo það litla, sem hann hafði undir höndum, var lánsfé. Og þegar börnin vóru komin á legg, fóru þau öll nema eitt í burtu, — sum til Ameríku, en önnur giftust og reistu bú. Nú var það aðeins Björg, yngsta dóttir hans, sem var hjá honum; hafði hún staðið fyrir búinu með honum, síðan móðir hennar lézt. Björg var átján vetra, og þó hún mætti kallast ung í bústjórn- inni, hafði hún samt mikinn huga á því, að alt færi sem bezt úr
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.