Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1905, Page 58

Eimreiðin - 01.09.1905, Page 58
2lS annað séð, en að Fálki skildi húsbónda sinn og vildi á allar lundir vera honum til gleði, að því leyti, sem hann, skynlaus skepnan, gat. — Og ánægður japlaði hann hverja tugguna á fætur annarri, eins og hann væri sér þess meðvitandi, að hann hefði þennan dag og margsinnis oftar til þeirra unnið. Svo fór Gunnar, en Fálki horfði á eftir honum; kom hneggj- andi fram að hurðinni og vildi óvægur út á eftir honum. Gunnar háttaði óðara og hann kom inn, og eftir litla stund var hann sofnaður. — T’egar Björg hafði mjólkað nýbæruna, fór hún með helming nytarinnar út í húsið til Fálka. Flann hneggjaði við komu hennar; hann kannaðist vel við þessa hugulsömu stúlku; hún hafði svo oft fært honum ýmislegt góðgæti, brauð, mjólk og fleira. Hann sötraði mjólkina ósköp ánægjulega, teygði úr hálsinum, japlaði kjaftinum til, en mjólkin rann í lækjum niður um svuntu Bjargar. Svo klappaði hún honum, strauk hann og kembdi. Björgu þótti engu síður vænt um Fálka en Gunnari. Hún hafði tekið þvílíku ástfóstri við hann sem folald; þá var hún barn og lék sér við hann; hann var eina leiksystkinið, sem hún hafði átt í æsku sinni. Og Fálki var engu síður elskur að henni, en húsbónda sínum. Og oft fanst mönnum, sem honum þætti ánægja að því að hossa henni, þegar hún var orðin svo stálpuð, að menn þorðu að láta hana ríða honum. Og ef honum fanst að Björg væri ekki hrædd eða kvíðin, var hann á stundum svo snarpur og ganglaginn, sem Gunnar sæti hann. Gunnar steig ekki á fætur eftir að hann kom úr kaupstaðn- um og kom því aldrei til Fálka. Hann tók lungnabólgu svo ákafa, að eftir fimm daga var hann dáinn. — Pórður vinnumaður ætlaði að taka við að hirða Fálka, en hann eirði þeim skiftum illa; Gunnar hafði gefið honum í öll þau ár, sem hann hafði í húsi verið, og þegar Pórður fór að gefa hon- um, hneggjaði hann ákaflega og vildi ekki neyta þess, sem fram var borið, þó bezta taða væri. Varð Björg þá að taka við að gefa honum; át hann þá reyndar oftast nær, en í hvert skifti sem hún hafði honum heyið borið, nasaði hann úr viskinni, frýsaði og hneggjaöi; það var engu líkara, en að hann fyndi að hendur Gunn-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.