Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1905, Qupperneq 66

Eimreiðin - 01.09.1905, Qupperneq 66
226 draumljúfri leiðslu. Samt var draumurinn og leiðsla hugsananna alt annars eðlis, en hún hafði áður þekt, flest svo hulið, að hún gat ekki gert sér ljósa grein fyrir ástríðum tilfinninganna. Hugur- urinn snerist um eitt einasta atvik, sem komið hafði fyrir um dag- inn — yfir fortíðinni margkæru og ljúfu æskudögunum á Grund, heillandi vornóttunum með lcyrðina friðsælu, löngu og ónotalegu mæðu- og raunadögunum, sem bundnir vóru nístandi endurminn- ingum — yfir alt þetta var dregin einhver hulin blæja, svo þykk, að hugur og sál Bjargar gat ekki skygnst bak við hana. — Pað eina, sem hún sá, var Bjarni á Hálsi. Hún gat enn ekki skilið, hvað honum gat gengið til að gefa henni hestinn; hana langaði mjög til að skilja það, en hún fann ekkert, hvernig sem hún leitaði; enga gilda ástæðu. — Hvað.................? — Gat það verið . . . . . . .? Nei, það mátti hún ekki, fátæk og fáfróð almúga stúlka, hugsa.............f — Alveg ómögulegtf — Hefði máske getað gengið, hefði hún verið prestsdóttir? — Og þó ekki! — En við Bjarna fanst henni hún myndi vilja binda meiri vináttu en nokkurn annan mann! Hún skoðaði hann sem vin sinn — en að álíta hann nokkuð meira, en svona vanalegan vin, fanst henni órétt og brotlegt! — Og þó...............nei, það var helber vitleysa og hugarburður. — Hún komst ekki að neinni fastri niður- stöðu. — Björg hraðaði göngunni heimleiðis, háttaði og sofnaði. Og draumurinn, sem hana dreymdi um nóttina, var svo yndislega ánægjulegur. Henni fanst hún vera í hvamminum græna, en sól og sumar hella blómaangan um höfuð sér og vit. — Svo kom Bjarni með tvo hesta söðlaða, tók hana í fang sér og lét hana á bak öðrum hestinum, en stökk sjálfur á bak hinum; svo héldu þau af stað og henni fanst það vera Fálki, sem hún reið á. Pau riðu yfir grænar grundir og skógi vaxna dali, en loftið hljómaði af töfrandi fuglasöng, sem rann saman við lækjarniðinn ofan hlíð- arnar. Altaf héldu þau áfram, lengra og lengra og hún hafði enga hugmynd um, hvert ferðinni væri heitið, og ekki þekti hún landslagið, sem þau fóru um. En í einu skógarrjóðrinu nam Bjarni staðar, stökk af baki, gekk til Fálka, tók hana af baki og lét hana mjúklega niður; svo fanst henni hann setjast niður hjá sér og hvísla með mjúkri og aðlaðandi röddu: »Hérna eigum við að búa saman um aldur og æfi!« Svo yaknaði hún og hægt andvarp leið upp frá brjósti hennar — þetta
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.