Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1910, Blaðsíða 31

Eimreiðin - 01.01.1910, Blaðsíða 31
3i Upphitun bæjar með jarðhita. Peír finna upp á mörgu skrítnu verkfræðingarnir á vorum dögum. Og oft er það svo ótrúlegt, að næst virðist að álíta frásagnirnar um það bábiljur einar. En hins vegar eru menn svo oft búnir að reka sig á, að það reynist mögulegt, sem áður var álitið alls- endis ómögulegt, að varlega er í það farandi, að neita möguleika nokkurs, þó ótrúlegt þyki í fyrstu. Af þessu tægi eru frásagnir amerískra blaða um upphitun húsa í bæ einum í Ídahó-ríkinu, Bærinn heitir Baise og hefir 15000 íbúa. Og hann segja blöðin eingöngu upphitaðan með jarð- hita, eða heitu vatni úr iðrum jarðarinnar. Baise iiggur við Klettafjöllin og er þar oft stormasamt og fannkyngi mikil. Og vetrarhörkur eru þar sagðar svo miklar, að þar sé að jafnaði 27 stiga frost að vetrarlagi. Má því nærri geta, að talsverðu hafi þurft til að kosta, til þess að fá nægilegan hita í hús manna með venjulegu eldsneyti. En svo fann Henry C. Demming ofursti upp nýtt ráð, til að bæta úr því. Hann þóttist hafa komist að því, að jarðskorpan í bænum og kringum hann væri óvanalega þunn, og datt því í hug, að það kynni að mega takast, að ná heitu vatni og gufu úr iðrum jarðarinnar, til þess að hita upp með bæði hús manna og sölubúðir. Allur þorri manna í Baise áleit, að ofurstinn væri genginn af göflunum. En nokkrir af þeim, sem mest áttu undir sér, litu öðrum augum á málið, tóku það til nákvæmrar íhugunar og afréðu að gera til- raun til að koma hugmynd Demmings í framkvæmd, og fela hon- um stjórn allra framkvæmdanna. Nú var farið að bora á mörgum stöðum, og reyndist þá sem Demming hafði sagt, að þar kom upp laugavatn. Og með því hefir bærinn verið upphitaður allan síðasta vetur. Nokkuð af því laugavatni, sem afgangs verður, er notað til að vatna með götur og gróðrarreiti. Og hefir sá árangur orðið af því, að grundir eru þar orðnar algrænar og tré allaufguð í marzmánuði. Betta virð- ist dálítið æfintýrakent, en víðlesin amerísk blöð fullyrða þó, að þetta sé dagsatt. Pað er nú búið að bora eitthvað um 12 holur eða vatnsaugu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.