Eimreiðin - 01.01.1910, Blaðsíða 57
57
ugga, samsvara bakugga fiskanna og stéli fuglanna. Pær kljúfa
hæglega loftið og hindra allan slátt til hliðanna, og koma þannig
í veg fyrir, að loftskipið taki dýfur. Auk þess hafa þessi skip
láréttar og lóðréttar þynnur, sem verða hreyfðar eða sveigðar til
ýmsra hliða; með þeim er stýrt. Láréttu stýrisþynnurnar getum
vér nefnt hæðarstýri; með þeim verður skipunum stýrt, hvort er
heldur vill upp eða niður. Pau eru þýðingarmikil endurbót. Áður
höfðu menn eingöngu getað hækkað og lækkað loftskipin með því
að kasta út lest og hleypa út gasi á víxl. Til þess að hækka
skipið um iooo m., þurfti máske að varpa útbyrðis 4—600 punda
þunga. Þetta takmarkaði mjög flugtímann, því gasið eyddist fljótt,
og ekki var hægt að hafa meðferðis lest til langrar ferðar, ef oft
þurfti að breyta flughæðinni. Úr þessu er mikið bætt með hæðar-
stýrinu; með því einu má jafnvel hækka og lækka skipin um
1000 metra.
Loftskrúfurnar sjást ekki greinilega á myndinni; þær voru
tvær, önnur framan á, en hin aftan á sjálfum loftbátnum.
Meðan þessar umbætur voru gerðar á loftförunum á Frakk-
landi, starfaði Zeppelín greifi af kappi að umbótum þeirra á Pýzka-
landi. Zeppelín er fæddur 8. júlí 1838. Hann gerðist hermaður
og gat sér góðan orðstír í ófriðnum 1870—71 fyrir dugnað og
áræði. Snemma fór hann að hugsa um umbætur á loftskipunum.
Árið 1895 var hann loks kominn að ákveðinni niðurstöðu, og
lagði þá áætlanir sínar fram fyrir Vilhjálm keisara. En tillögurnar
fengu lítinn byr og lá við sjálft, að menn skopuðust að honum
fyrir. Zeppelín lét það ekki á sig fá, hann bjó sér til smíðahús
út á Bódenvatni og byrjaði á fyrsta skipinu 1898. Árið 1900 var
smíðinu lokið. Fór Zeppelín á því þrjár loftferðir, og gekk engin
þeirra skrykkjalaust. Kom það skjótt í ljós, að mikilla umbóta
þyrfti við, ef skipið ætti að verða að liði. Nú var Zeppelín búinn
að eyða sínu fé í smíðarnar, og varð því að leita stuðnings hjá
öðrum, til að geta byrjað á nýju skipi, Var það ekki byrvæn-
legt eftir þessi óhöpp. Pá fréttist um afrek Julliots á Frakklandi.
Vildu þjóðverjar fyrir engan mun vera eftirbátar Frakka í loft-
skipagerðinni. Zeppelín fékk fé til smíðanna og hóf ferðir á nýju
skipi 1906; 17. janúar lagði hann upp frá Bódenvatni. En óðar
komu ýms óhöpp fyrir, skipið tók miklar dýfur, stýrið var oft í
ólagi. Varð Zeppelín þá að snúa til jarðar aftur. Og skömmu
síðar stórskemdist loftfarið af hvassviðri.