Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1910, Blaðsíða 35

Eimreiðin - 01.01.1910, Blaðsíða 35
35 hafi þar nokkurntíma verið svo bráðþroska, að þeir hafi verið orðnir getnaðarfærir 5—6 ára gamlir, því eigum vér bágt með að trúa. Pað þyrfti því að koma fram ný skýring á þessu atriði, ekki síður en á aldursára tölunni á dánardægri þessara frumfeðra. V. G. Ferðaminningar frá Saxlandi. 1. Alstaðar og altaf eruð þið sjálfum ykkur líkar, léttlátu, lit- hviku, sveimfúsu Ránardætur. Pið dansið jafn-áhyggjulausar og svifmjúkar í dauðann hérna við stefnið á Eystrasaltsferjunni og við sandana heima. Og líkur er hreimurinn í gjálpinu ykkar, sama dularfulla hvíslið, sama hálfkveðna vísan. Það lætur svo undar- lega kunnuglega í eyrum mér eftir kliðinn af tómum erlendum málum niðri í farþegasalnum. I’essvegna vil ég svo miklu heldur standa hér uppi á þiljunum, halla mér út á borðstokkinn og skrafa við ykkur, en sitja þar niðri og tala við menn, sem ég ekki skil og ekki skilja mig. Eg veit, að þið skiljið svo vel ferðaþrána, þrána eftir því nýja og ókunna, fulla af ljúfum vonum og þó blandna sársauka heimsaknaðarins. Og mér finst ég skilja ykkur, skilja — —----------------I’ið lítið svo gletnar og íbygnar á mig, eins og þið viljið ekki trúa mér. Eg verð að segja ykkur hvaðan ég er. Eg er utan af íslandi. Par hafið þið aldrei komið, en ekkert land ættuð þið fremur að þekkja. Ekkert land er jafnt undir yfirráðum vatnsins og það. Fyrir löngu síðan lá það meira að segja niðri á hafnsbotni og öldurnar gældu við tindana og rendu sér niður hlíðarnar. En landið sá sólina skína á hafflötinn og það fór að langa upp í ljósið og loftið. Og sólin sá aumur á því og lét eldinn lyfta því hátt, hátt upp yfir hafflötinn. En hafið hefur ekki gleymt ást sinni á landinu. Pað lykur enn þá um það á alla vegu, vefur sig upp að hömrunum, grúfir sig ofan að söndunum og læsir sig inn í það í flóum og fjörðum, víkum og vogum, hvar sem það finnur bilbug á. Stundum lætur það sem það sé ánægt með það, sem það ræður yfir, og gjálfrar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.