Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1910, Blaðsíða 37

Eimreiðin - 01.01.1910, Blaðsíða 37
37 II. Ég reika um skógana í Thuringen. Ég geng þangað fyrir hádegi og leita skýlis fyrir sólarhitanum. Paö er svalt og þægi- legt aö ganga þar inni, og loftið er áfengt af angan. Morgun- blærinn hreyfir greinarnar ofurvarlega, og sólargeislarnir leika felu- leik í laufinu. Hvergi er eins fallegt að sjá blessaða fuglana og í skóginum. Hvergi er söngurinn hvellari og glaðlegri, hvergi eru hreyfingarnar jafnmjúkar og yndislegar. Pegar ég sé þá sitja hér mitt í ljósgrænu laufinu og sé blæinn vagga þeim létt og mjúklega, þá detta mér í hug vesalings steindeplarnir og sól- skríkjan heima, sem verða að gera sér að góðu, að sitja á vallar- garðinum, eða þá einhverjum blágrýtissteini úti um hagann, þegar þau vilja syngja svolítið lag. Og hérna byggja fuglarnir hreiður hátt uppi í greinunum; heima verða þeir að nota holur í moldar- vegg eða mosaþúfu. Er það ekki von, að þeir, sem fæðast í slík- um hreiðrum, fljúgri lægra, horfi þrengra, hugsi smærra og syngi fábreyttara en hinir, sem fæðast og alast upp hátt uppi, með jörð- ina langt fyrir neðan sig, heiðan himininn yfir sér og laufgaðar greinar fyrir leikvöll. Og fallegt er útsýnið víða. Eitt fjallið tekur við af öðru, svo langt sem augað eygir; öll eru þau skógi vaxin frá rótum til tinda. Stoltar fylkingar af dökkvum, beinvöxnum barrviðum standa innan um ljósgrænan laufskóginn. Einstöku móleitir klett- ar blasa við, brendir af sólinni öld eftir öld. Alt annað er grænt, allar tegundir af grænu að vísu — og þó aldrei nema grænar. Ef ég vil svala mér reglulega vel, get ég farið inn í kaldar gjár með mosavaxna, raka hamraveggi, sem aldrei hafa sólar- geisla séð. Ótal alda saga er rituð á þessa veggi, og loftið er fult af einhverju leyndu og dularfullu. Gaman væri að vita alt, sem gerst hefur í slíku leyni. Jafnvel trén á börmunum eru for- vitin, halla sér út yfir og gægjast niður. Eg geng út í skóginn á kvöldin, þegar sólin nálgast sjón- hringinn og drífur skógarbotninn og trjástofnana blóði. Rökkrið sígur smám saman yfir, hljóðstígt og hraðstígt. Kvöldsvalinn eykst, hreyfir trjátoppana tíðar, smýgur niður á milli greinanna °g grípur um stofnana. Pað ymur í skóginum, það þýtur í skóg- inum. Nú finn ég nálægð þína, saxneska Hulda. Éessi hamra- bogi, fyltur fegursta laufskógi, er höll þín. Éú svífur í gegnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.