Eimreiðin - 01.01.1910, Blaðsíða 37
37
II.
Ég reika um skógana í Thuringen. Ég geng þangað fyrir
hádegi og leita skýlis fyrir sólarhitanum. Paö er svalt og þægi-
legt aö ganga þar inni, og loftið er áfengt af angan. Morgun-
blærinn hreyfir greinarnar ofurvarlega, og sólargeislarnir leika felu-
leik í laufinu. Hvergi er eins fallegt að sjá blessaða fuglana og
í skóginum. Hvergi er söngurinn hvellari og glaðlegri, hvergi
eru hreyfingarnar jafnmjúkar og yndislegar. Pegar ég sé þá
sitja hér mitt í ljósgrænu laufinu og sé blæinn vagga þeim létt
og mjúklega, þá detta mér í hug vesalings steindeplarnir og sól-
skríkjan heima, sem verða að gera sér að góðu, að sitja á vallar-
garðinum, eða þá einhverjum blágrýtissteini úti um hagann, þegar
þau vilja syngja svolítið lag. Og hérna byggja fuglarnir hreiður
hátt uppi í greinunum; heima verða þeir að nota holur í moldar-
vegg eða mosaþúfu. Er það ekki von, að þeir, sem fæðast í slík-
um hreiðrum, fljúgri lægra, horfi þrengra, hugsi smærra og syngi
fábreyttara en hinir, sem fæðast og alast upp hátt uppi, með jörð-
ina langt fyrir neðan sig, heiðan himininn yfir sér og laufgaðar
greinar fyrir leikvöll.
Og fallegt er útsýnið víða. Eitt fjallið tekur við af öðru, svo
langt sem augað eygir; öll eru þau skógi vaxin frá rótum til
tinda. Stoltar fylkingar af dökkvum, beinvöxnum barrviðum
standa innan um ljósgrænan laufskóginn. Einstöku móleitir klett-
ar blasa við, brendir af sólinni öld eftir öld. Alt annað er grænt,
allar tegundir af grænu að vísu — og þó aldrei nema grænar.
Ef ég vil svala mér reglulega vel, get ég farið inn í kaldar
gjár með mosavaxna, raka hamraveggi, sem aldrei hafa sólar-
geisla séð. Ótal alda saga er rituð á þessa veggi, og loftið er
fult af einhverju leyndu og dularfullu. Gaman væri að vita alt,
sem gerst hefur í slíku leyni. Jafnvel trén á börmunum eru for-
vitin, halla sér út yfir og gægjast niður.
Eg geng út í skóginn á kvöldin, þegar sólin nálgast sjón-
hringinn og drífur skógarbotninn og trjástofnana blóði. Rökkrið
sígur smám saman yfir, hljóðstígt og hraðstígt. Kvöldsvalinn
eykst, hreyfir trjátoppana tíðar, smýgur niður á milli greinanna
°g grípur um stofnana. Pað ymur í skóginum, það þýtur í skóg-
inum. Nú finn ég nálægð þína, saxneska Hulda. Éessi hamra-
bogi, fyltur fegursta laufskógi, er höll þín. Éú svífur í gegnum