Eimreiðin - 01.01.1910, Blaðsíða 44
44
skip og innfluttar vörur þangað námu rúmlega 4000 miljónum. —
Flestir gifta sig á aldrinum 21—25 ára. V G.
Kímnismolar.
Af g'óðum Og- gildum ástæðum. Kona kom til málaflutnings-
manns og kvartaði yfir manni sínum og vildi fá skilnað. Málaflutn-
ingsmanninum var ekki um að eiga neitt við það mál, af því hann
var vinur mannsins, og segir því við konuna: »Hjónaböndin eru stofn-
uð á himnum; hvers vegna skyldi ekki hjónaskilnaðurinn þá líka fara
fram þar?« — xfað er af góðum og gildum ástæðum,« svaraði kon-
an; til að koma á hjónaskilnaði þarf aðstoð málaflutningsmanna, en af
þeim er ekki einn einasti til í himnaríki.«
Einn kemur Öðrum meiri. A: »Já, hann er kaldur í dag,
en hvað er það þó hjá nepjunni, sem var á jólunum í hittiðfyrra.
f’á fraus gufan úr eimreiðunum og féll niður eins og skæðadrífa.«
B: »0, það var eins og ekkert hjá árinu 87! Þá fraus raf-
magnið í talsímaþráðunum, og þegar svo fór að hlána, þá töluðu tal-
símatólin sjálfkrafa í meira en fjóra klukkutíma.«
C: »Kaldasta árið, sem ég man eftir, var þó 84. Þá urðu lög-
regluþjónarnir að ganga hratt, til þess að halda á sér hita.«
þá var hinum tveimur nóg boðið; þeir stóðu upp og gengu þegj-
andi og með fyrirlitningarsvip burt frá manni, sem farið gæti með
aðrar eins ýkjur.
Auðþektur frá hinum. Aðkomumaður: »Er hann pabbi
þinn heima?«
Sjö ára sveinstauli: Nei, hann er niðri í stíu hjá svínunum,
en hann er auðþektur, því hann hefir kaskeiti á höfðinu.«
Ur ástabréfl..........Fyrir þig gæti ég klifrað upp á hæstu
fjallatinda, vaðið eld og vatn, já, látið Kfið, ef því væri að skifta.
P. S. Ég kem á morgun, ef ekki verður rigning.