Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1910, Blaðsíða 72

Eimreiðin - 01.01.1910, Blaðsíða 72
72 rita þannig um flest lönd og flestar þjóðir jarðarinnar, því iðnari vís- indaþjóð hefir heimurinn aldrei átt. Alþýða manna þekkir þó lítið til þess konar rita; ég veit það af reynslunni, að almenningur erlendis, bæði á Þýzkalandi og annarstaðar, er enn þá hér um bil jafnfróður sem fyr um ísland og íslendinga, og meginþorri lærðra manna líka, enda er varla við öðru að búast; örlítil þjóð eins og íslendingar hefir svo sem enga þýðingu fyrir stórþjóðirnar. Þýzkir náttúrufræðingar, sem um ísland rita, skilja sjaldan eða aldrei íslenzku og sumir þeirra skilja heldur ekki dönsku; þeir geta því ekki kynt sér það, sem um landið hefir verið ritað á þessum mál- um og bera ritgerðir þeirra þess oft ýmsar menjar; rithöfundarnir telja það oft nýjungar, sem löngu áður er kunnugt, með því þeir þekkja ekki frumritin. Málfræðingar, sem skilja íslenzku, eru sjaldan náttúru- fróðir, svo rit þeirra eru alloft gölluð í þeim greinum. Nú er einn þýzkur höfundur kominn fram á sjónarsviðið, sem bæði er náttúrufróður og líka kann íslenzku; það er Heinrich Erkes, kaupmaður 1 Köln, og geta menn því vonast margra góðra rita frá hans hendi. Nýlega hefir hr. H. Erkes gefið út ágæta ritgerð um Odáðahraun1 og Öskju og heflr hann ferðast þangað tvisvar, 1907 og 1908. Sumarið 1907 fór H. Erkes í júnílok upp á Dyngjufjöll, og varð þá honum samferða kona frá Köln, fröken Pauline Christmann, sem víða hefir farið um lönd, en sakir illviðris og snjóa urðu þau að snúa við í Jónsskarði; næsta tilraun sumarið 1908 hepnaðist betur; þá var veður gott og gat hr. Erkes dvalið 4 daga og 3 nætur í Öskju og jók þá að ýmsu þekkingu vora um Dyngjufjöll; meðal annars fann hann hásléttu dálitla fyrir norðan fossinn í opi Öskju og brennisteins- námur, sem voru óþektar áður; hann teiknaði líka góðan uppdrátt af Dyngiufjöllum og fylgir uppdrátturinn ritgerðinni. Það lýsir sér fljótt, hve höfundurinn er gagnkunnugur öllu því, sem ritað hefir verið á íslenzku um þessi héruð. Þar er fyrst almenn lýsing á hálendi íslands og svo sérstök lýsing á Ódáðahrauni og Ör- æfunum þar í kring; lýsir hann aðallega bæði landslagi og eldfjöllum, segir rannsóknarsögu þeirra héraða og getur um útilegumannatrúna. Síðan lýsir H. Erkes ferð sinni til Dyngjufjalla 1908 og Öskju ná- kvæmlega eftir eigin athugunum og rannsóknum allra, sem þar hafa komið. Yfirleitt er ritgerðin ein hin bezta af þeim, er Þjóðverjar hafa ritað á seinni árum um landfræði íslands. Af því höf. kann vel ís- lenzku og hefir nákvæmlega kynt sér öll rit um þessi efni, þá má rit- gerðin heita gallalaus; öll nöfn eru rétt rituð og engu er slept, sem þýðingu hefir. Ég hefi að eins rekið mig á þá eina vangáningsvillu, að þeim er á einum stað blandað saman nöfnunum Jóni Sigurðssyni á Gautlöndum og J. S. i Khöfn, og er það fyrirgefanlegt hjá útlend- ingi, er báðir hétu eins og báðir voru forsetar. Það er gleðilegt að sjá, að landfræðisrannsóknum á íslandi er haldið áfram, þó það á hinn bóginn sé óviðkunnanlegt, að íslendingar 1 Heinrich Erkes: Die Lavaviiste Ódáðahraun und das Tal Askja im nord- östlichen Zentral-Island (»Mitteilungen des Vereins fiir Erdkunde« 1909, Heft 9, bls. 321—351).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.