Eimreiðin - 01.01.1910, Blaðsíða 69
69
Stjórnarráðið ætti að fá þennan Adam til að kenna íslenzkan stíl við
mentaskólann, Máske fleiri gætu þá skrifað móðurmálið sitt stórlýta-
laust, sem þaðan koma. V- G.
LAUFEY VILHJÁLMSDÓTTIR: NÝJA STAFRÓFSKVERIÐ I.
Khöfn 1909.
þetta stafrófskver er allmjög frábrugðið eldri stafrófskverum. Er
þar ætlast til, að barninu sé kent jafnsnemma að lesa og skrifa, og
kverið því byijað með skrifletri. Pá er og barninu kent að þekkja
stóru stafina samhliða hinum smáu. Orðin í kverinu er flest eins —
eða tveggja samstafna orð, en þó svo valin, að þau gefi fulla meiningu,
en verði ekki nein endileysa, eins og stundum hefir sést í sumum
eldri íslenzkum stafrófskverum. Kverið er og prýtt allmörgum mynd-
um eftir Ásgrím Jónsson málara, og auka þær að mun skilning barn-
anna og áhuga, þar sem þær eru í fullu samræmi við lestraræfing-
arnar. Prentun og frágangur allur er 1 bezta lagi, og kverið mjög
líklegt til að vinna sér miklar vinsældir. V. G.
þjÓÐTRÚ OG f’JOÐSAGNIR. Safnað hefir Oddur Björns-
son. Jónas Jónasson bj ó undir prentum. Akureyri 1908.
Bókin er þannig til komin, stendur í formálanum, að Oddur
prentari á Akureyri eignaðist mikið og merkilegt þjóðsögusafn árið
1906 frá Sigfúsi Sigfússyni á Eyvindará í Suður-Mulasýslu. f*ær sagnir
voru flestar þaðan að austan. f’ví var það, að Oddur fór að safna
sögum í öðrum landsljórðungum og hefur honum nú unnist það á
á tveim árum að krækja í kynstrin öll af sögum. Bókin verður fá-
dæma stór. Safn Sigfúsar eitt er miklu stærra en allar þjóðsögur Jóns
Árnasonar.
Jónas skáld Jónasson frá Hrafnagili hefur raðað sögunum eftir
nýju kerfi, sem hann hefur búið til sjálfur. Hann skiftir sögunum í 5
flokka eftir efni; hver flokkur greinist aftur í aðra smærri. Það yrði
of-langt mál, ef ég færi að segja frá því, hvernig þessu er fyrir komið,
en eftir því, sem ég fæ séð, er skiftingin glögg og greinileg, miklu
betri en það, sem ég hef séð áður á þjóðsögum, innlendum og út-
lendum. Aðalkaflarnir verða: I. Manneðlissögur. II. Náttúrusögur.
III. Viðburðasögur. IV. Venjur, þjóðsiðir og þjóðtrú. V. Þjóðkvæði.
Mér er ekki fullljóst, hvernig á að haga útgáfunni. í þessU bindi
eru sagnirnar úr þremur fyrstu flokkunum. í formálanum segir Jónas,
að þetta bindi eigi að vera sýnishorn af safninu, en seinna komi
fleiri bindi á eftir, og þar verði »flokkunum haldið saman« og ná-
kvæmari formálar og skýringar með hverjum flokki. Hvernig á að
skilja þetta? Eiga seinni bindin að vera með samskonar köflum í
hverju bindi eða verður framhaldið af bókinni með heilum flokkum í
röð ? Eigi bókin að vera margflokkuð í hveiju bindi, þá skil ég ekki,
hvernig raðandi ætlar að »halda flokkunum saman«. Eigi bókin að
vera í áframhaldi með heilum köflum í lotu, þá skil ég ekki þetta
fyrsta bindi af bókinni. Það yrði skringileg bók, þar sem fyrsta
bindið væri hrafl úr allri bókinni. Ég býst ekki við, að þetta bindi
eigi að prenta upp aftur og setja úr því hveija sögu inn í heildina á