Eimreiðin - 01.01.1910, Blaðsíða 60
6o
13 m. (nær 17 ál.) að þvermáli. Helztu nýjungarnar á loftskipum
Zeppelíns voru þessar: Innan í aðalbelgnum var grind úr alú-
miníum, sem hélt honum útþöndum og gerði hann ósveigjan-
legan. Belgurinn greindist í 17 hluti og var sinn vetnisbelg-
urinn í hverjum. Þó einn belgurinn bilaði, þurfti það ekki að
valda tjóni, skipið gat haldist í lofti fyrir því. 2 bátar voru festir
neðan í belginn, í báðum voru hreyfivélar; hvor um sig sneri
tveim loftskrúfum, er lágu lítið eitt ofar en bátarnir, sín til hvorrar
hliðar við þá. Hreyfivélarnar í Zeppelín IV höfðu hvor um sig
5. Eftri endinn á »Zeppelín IV«.
110 hesta afl. Á 5. myndinni sést eftri endinn á Zeppelín IV.
Aftast sést þynna, er líkist sporði á fiski. Bað er hliðarstýri, sem
sveigja má til beggja hliða. Sex uggar sjást á myndinni, tveir
til hvorrar hliðar og einn lóðréttur að ofan og annar að neðan.
Milli hliðarugganna sjást tvöfaldar stýrisþynnur, til að stýra
skipinu til hliðanna. Neðan á belgnum sjást fjórar láréttar stýris-
þynnur hvoru megin, það eru hæðarstýrin; með því að halla þeim
verður skipinu stýrt upp og niður eftir vild. Til hægri handar
sjást báðar loftskrúfurnar, en vinstra megin að eins önnur, líta