Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1910, Blaðsíða 55

Eimreiðin - 01.01.1910, Blaðsíða 55
55 vélarnar. Árið 1897 bjó Þjóðverjinn dr. Wölfert til fyrsta loft- skipið með steinolíuvél. Skipið var að mörgu illa úr garði gert; meðal annars var hreyfivélin of nærri belgnum. Pegar Wölfert var kominn í loft upp, kviknaði í gasinu í loftbelgnum og alt skipið stóð á svipstundu í báli og steyptist til jarðar; varð það auðvitað bráður bani Wölferts. Sömu förina fóru fleiri, er gerðu likar tilraunir næstu árin. Maður frá Brasilíu, er heitir Santos Dumont, gerði mörg loftför með bensínvélum, og fór margar loftfarir í París um síðustu alda- mót. Ferðirnar gengu mjög skrykkjótt og hann lenti í mörgum hrakningum. Frægustu förina fór hann 19. okt. 1901, og hlaut þá 100,000 franka fyrir að verðlaunum. Hann flaug þá alllangan veg frá ákveðnu marki að Eiffelsturninum, umhverfis turninn, og síðan sömu leið til baka á stað þann, sem hann lagði upp frá. Sýndi þessi för meiri fimleik og betri stjórn á loftfarinu, en áður hafði verið. Mikið vantaði þó enn á, að loftförin væru orðin verulega hæf til ferða; enn voru þau um of háð vindinum, svo stjórnin var eigi fullkomlega á valdi loftfarans. Auk þess hafði mönnum ekki tek- ist að ganga nógu tryggilega frá smíðinu í öllum greinum; ýmist var þetta eða hitt að bila, og olli það oft líftjóni, og gerði loft- farirnar alt annað en glæsilegar, því tiltölulega fáar loftfarir enduðu slysalaust. En Frakkar voru ekki enn af baki dotnir. I Frakklandi var vagga loftskipanna, og frakkneskur maður, er Julliot heitir, varð að lokum til þess að gera þetta hættulega leikfang 19. aldarinnar að nytsömu ferðatæki. Julliot stóð fyrir sykurverksmiðju, er tveir ríkir bræður áttu, er hétu Lebaudy. 1896 fór hann fyrst að hugsa um loftsiglingar; gerði hann sér skjótt grein fyrir, hverjir helztu gallarnir væru á loftförunum, og datt í hug ýms ráð til að bæta úr þeim. Vakn- aði þegar mikill áhugi hjá honum til að koma hugmyndum sínum í framkvæmd, og notaði hann allar frístundir sínar til að búa til áætlanir og gera teikningar af loftskipi, er tæki öðrum fram. Pegar hann þóttist vera kominn að öruggri niðurstöðu, skýrði hann bræðrunum Lebaudy frá hugmynd sinni og urðu þeir hrifnir af áætlunum hans og buðust til að leggja fram það fé, sem þyrfti. 1899 var byrjað á að smíða loftskipið; langur tími fór til þess, að velja og reyna vélar og alt efni, sem notað var, og ekkert var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.