Eimreiðin - 01.01.1910, Blaðsíða 42
42
Heyra ástar andardráttinn bifa
algeims brjóst — og finna til og lifa.
BARNIÐ DEYR.
Móðirin stendur stokkinn við.
Starir á barnið hitarautt,
gljáandi augun, ennið sveitt,
aflvana limi, brjóstíð þreytt.
Barnunginn fær ekki frið.
Andvökunætur, angist, kvöl
af henni dregið hafa mátt.
Syrtir að barnsins síðstu nótt.
Hún svitnar og hjartað lemst um ótt:
»Drottinn! ég ber ei það böl.«
Hver stuna drengsins er hárbeittur hnífur,
sem hjartað móður í sundur rífur.
En titrandi ástin sín ekkert má
gegn aflinu heljar þunga.
Dauðinn andar á drenginn unga.
Deyjandi’ hann réttir út arma smáa;
hvíslir: Mamma! og brosir blítt,
við barm hennar hnígur dáinn. —
Hún grúfir sig rænulaus rúmið yfir,
og reynir að kyssa líf í drenginn:
»Vaknaðu, blessaða barnið mitt,
hún biður þess veinandi’, hún mammaþín!«
En út stormurinn helkaldur hvín
og hjartans grátandi bæn svarar enginn.
JAKOB JÓHANNESSON.