Eimreiðin - 01.01.1910, Blaðsíða 54
54
árum«. En þetta gekk ekki þrautalaust, þegar vetnið eða gasið
minkaði í aflöngu belgjunum, vildi það safnast í annan endann á
belgnum, svo hann leitaði upp og loftfarið misti jafnvægið. Ur
þessu varð fyrst bætt til fulls um 1880 af frakkneskum herfor-
ingjum, Renard og Krebs. Peir höfðu innan í aðalbelgnum lítinn
belg með andrúmslofti. Eftir því sem gasið minkaði í aðalbelgn-
um, var lofti bætt í innri belginn; var á þann hátt hægt að halda
gasbelgnum útþöndum. Seinna hafa menn gengið enn betur frá
þessu, eins og síðar kemur í ljós,
Frakkneskur maður, er Meunier hét, stakk fyrstur upp á því,
árið 1785, að nota skrúfu, líkt og á gufuskipum, til að knýja
áfram loftskipin;1 þetta fór í rétta átt. En mannlegur kraftur
nægði ekki til að hreyfa skrúfuna nógu hratt, og því varð þessi
uppástunga ekki að liði fyr en löngu seinna, þegar hreyfivélarnar
(mótorarnir) voru svo langt á veg komnar, að hægt var að gera
þær við hæfi loftskipanna.
Frakkneskur verkfræðingur, að nafni Giffard, bjó fyrstur til
loftskip með gufuvél og loftskrúfu, og reyndi það 24. sept. 1852.
Vélin reyndist of afllítil. Með henni varð skjpinu að eins vikið
lítið eitt frá stefnu vindsins, en ekkert komst það á móti vindi,
þó eigi væri nema lítill andvari.
9. ágúst 1884 reyndu tveir frakkneskir herforingjar, Renard
og Krebs, loftskip, er þeir höfðu smíðað. Pað het »La France«.
Loftskrúfa, sem knúin var með rafmagnsvél, var framan á skipinu.
Pað var að ýmsu leyti betur úr garði gert en eldri loftskip, og
aflvélin kraftmeiri. Ofurlítill andvari var, þegar skipið var reynt,
Peir félagar gátu siglt skipinu móti kulinu og stýrt því; þeir
stýrðu því í hring og komu niður á sama stað og
þeir höfðu lagt upp frá. þessi för vakti allmikla eftirtekt,
því hún markaði dálitlar framfarir í loftskipagerðinni. En mikið
vantaði þó á, að menn gætu farið fullra ferða sinna í loftiuu, því
eigi verður altaf kosið logn. Enn hafði eigi tekist að smíða
hreyfivélar, sem væru nógu aflmiklar til að knýja skipin á móti
vindi, þannig að þær um leið væru nægilega léttar. Fyrstu vél-
arnar, sem fullnægðu þessum skilyrðum, voru steinolíu- og bensín-
1 Meunier kom einnig um það leyti fram með tillögu í þá átt, að breytalögun
loftbelgjanna, og um að hafa loftbelg innan í aðalbelgnum, eins og áður er lýst.
En rit hans féllu í gleymsku, og hafa fyrst vakið eftirtekt á síðustu árum.