Eimreiðin - 01.01.1910, Blaðsíða 70
70
réttan stað, því að þá héti bókin ekki I. bindi — og þá yrði þetta
»sýnishom« ekki til þess að bæta fyrir væntanlegri sölu bókarinnar.
Það yrði til þess að tefja fyrir útgáfunni, líkt og úrval það, sem gefið
hefur verið út af Þjóðsögum Jóns Arnarsonar. Fyrir bragðið hafa þær
þjóðsögur ekki verið gefnar út í annað sinn enn sem komið er, þó
að þær séu uppseldar fyrir löngu. Eins og ég drap á, verður bókin
óhæfilega ólánleg og ósamstæð, eí fyrsta bindið verður haft margskift,
en hin í einni kaflaröð. Það yrði líkt og ef 5—10. hvert orð (eða
hvað sem þjóðsögubindin kunna að verða mörg) í orðabók væru sett
í formálann framan við og þar ætti að grafa þau upp. En eigi öll
bindin að verða margskift eins og þetta, þætti mér það ilt Það yrði
að þvi hið mesta óhagræði og mundi stinga í stúf við þessa stöku
röð og reglu, sem efninu er komið fyrir í. — Ég hef velt þessu á
alla vegu, að ég held, en hvernig sem á þetta er litið, virðist eitthvað
vera bogið við útgáfuna. Mér þætti vænt um, ef útgefendur vildu segja
frá því skýrara, hvernig þessu á að verða hagað.
Um gildi bókarinnar verður ekki hægt að dæma til fullnustu eftir
þessu eina bindi. Þarna eru margar góðar sögur og merkilegar, en
þó er fjarri því, að sögurnar geti jafnast við þjóðsögur Jóns Arna-
sonar yfirleitt, að efni eða stíl. Um efnið er ofboð skiljanlegt. Þjóð-
sögur Jóns eru eldri. Hann hefur byrjað á söfnun þessara fræða,
tekið úr gömlum þjóðforða og valið úr beztu sögurnar. Trúin er
sterkari á þeim tímum og það gerir sögurnar skáldlegri og æfintýra-
legri. í Oddssögum er flest nýtt og skráð af mönnunum sjálfum, sem
séð hafa fyrirburðina eða heyrt. Aldurinn vantar til þess að ýkja við
og gera sögurnar magnaðri. Beztu sögurnar í bókinni eru gamlar,
eins og t. d. sagan af Málmeyjar-Gunnu, Sæmundi sterka o. fl. Það
er eins um þjóðsögur eins og kolanámurnar í Dufansdal. Efstu lögin
eru blandin og losaraleg, en hreinkast og þéttast, þegar neðar dregur.
Þjóðsögur eru líka að breytast og dofna, þær sem gerast nú á dög-
um. Nú sjá menn ekki annað en þokusvipi eða dreymir um þá, þar
sem feður vorir glímdu við mögnuðustu Skottur og Móra.
Annars eiga höfundarnir stórþakkir skilið fyrir að koma þessum
sögum út. Það verður aldrei ofsögum sagt af menningargildi þjóð-
sagna. Þjóðkvæði vor, sagnir og siðir frá fyrri árum eru — mér
liggur við að segja — beztu blysin til þess að lýsa með inn í hugskot
og andlegt ástand þessarar einangruðu og væsælu þjóðar á þeim tím-
um — í þessari hrikalegu náttúru og geigvænlega myrkri. Á seinni
árum er svo margt annað komið til skjalanna, og trúin á dularöflin
svo útbrunnin í menningunni, að þjóðsögurnar hverfa eða verða allar
aðrar, eins og ég gat um áður. Nýju sögurnar spegla minni þátt úr
þjóðlífinu en áður og það dregur úr gildi þeirra.
Hinsvegar eru nútíðarsagnirnar í bókinni fæstar svo vel úr garði
gerðar að heimildum, að það geti talist sannanlegt, að atburðirnir hafi
gerst, og því síður, að þær sanni yfirnáttúrlega hluti eða annað líf.
Það er ekki hlutverk þjóðsagna að fást við slíkt. Til þess þarf gleggri
rannsókn. Það er ekki nóg að segja: Olyginn sagði mér, eða að
sögumaður sé fámáll og fleipurslaus. Ég tek þetta fram vegna sumra
lesenda, sem kynnu að glæpast á bókinni, en ekki af því, að það sé