Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1910, Blaðsíða 26

Eimreiðin - 01.01.1910, Blaðsíða 26
2 6 skera. Ég hefi líka sannreynt það, t. d. af blöðunum, að þessir vísindamenn gera ekki annað en telja úr mönnum kjarkinn. Og þessi hávísindalegu áætlana-bákn þeirra, sem kosta hundruð og þúsundir af krónum. eru öllum almenningsskilningi ofvaxin og gera menn hrædda. Eins og ég skrifaði þér síðast, var mildll áhugi í mönnum í haust hér í firðinum að ráðast í þetta fyrirtæki. Pá lét ég mér hægt. Nú er móðurinn runninn af mönnum, og nú verða fleiri til að letja mig en hvetja. Svona eru mennirnir! Peir tala þó ekki margt, en efinn og hæðnin skín út úr þeim. En þú þekkir nú skaplyndi mitt, og einmitt þetta stælir mig. Nú er mér orðin full alvara, að reyna að koma þessu í framkvæmd. Ég vona, að mér auðnist að sjá framan í þá aftur eftir nokkur ár. Eitt af því, sem þú álasar mér fyrir í bréfi þínu, er það, hvers vegna ég hafi ekki selt konsúlnum jörðina, þegar hann bauð í hana 5000 krónur. Heldurðu að Grímur gamli, faðir kon- súlsins, mundi hafa viljað selja Gráfeldseyrina hér á árunum, á meðan hún stóð auð, hefði þá verið búið að segja honum, að þar mundi rísa upp kaupstaður, sem gæfi Gráfeldseyrarbóndanum mörg hundruð krónur í lóðagjöld árlega. Nei, svo heimskur er enginn maður, að selja gróðann beint út úr höndunum á sér. En svo að ég víki nú loksins að öðru. -— Éú segir, að sam- býlismaður þinn á Garði, sem sé sonur stóreignabónda úti á Jótlandi, hafi boðið þér þangað í sumar, með ráði föður síns, svo að þú munir að líkindum ekki koma heim. Éetta þykir mér vænt um að heyra. Ég vona, að þar líði þér vel, því að ég hefi heyrt margt gott frá Jótlandi sagt. Og gott er það líka, að geta spar- að ferðakostnaðinn fram og aftur. Ég er búinn að taka eftir því, að Jón Salómonsson rennir hýru auga til systur þinnar, þeirrar eldri. Hann býður henni jafn- an með sér á danssamkomur, þegar þær eru, og lætur sér í öllu mjög ant um hana. En hún virðist ekki vera mjög hrifin af hon- um, Éó veit ég nú ekki, til hvers kann að draga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.