Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1910, Blaðsíða 45

Eimreiðin - 01.01.1910, Blaðsíða 45
Liðhlaupinn. (Frönsk smásaga). í orustunni við Austerlitz, 5. des. 1805, sýndi einn af her- mönnum Frakka, Pierre Pitois, sem var dáti í tólftu herdeildinni, svo frábæra hreysti og þolgæði, að Napóleon fanst svo mikið um, að hann festi fmeð eigin hendi kross heiðursfylkingarinnar á brjóst honum. Nokkrum árum síðar lá tólfta herdeildin við Strassborg. En þá sat garpurinn frá Austerlitz, Pierra Pitois, sem keisarinn hafði sæmt heiðursmerki á sjálfum vígvellinum, hneptur í dýflissu sem fangi. Pierre Pitois hafði gerst liðhlaupi. Riddarinn af heiðursfylk- unni hafði hlaupist undan merki sínu fám dögum fyrir orustuna við Wagram, 5—6. júlí 1809. Hann hafði að sönnu komið aftur sjálfkrafa til herdeildar sinnar, áður en hún var komin yfir Rín. En alt um það var hann liðhlaupi, og fyrir það afbrot var hann fluttur í fjötrum til Strassborgar til þess að dæmast af herdómi. Dómsforsetanum, sem var einmitt ofurstinn í hans eigin her- deild, vöknaði um augu, er hann sá hann, og mælti með skjálf- andi röddu, sem lýsti, að honum var ákaflega þungt niðri fyrir: »Getur það verið? Ert það þú, Pitois? Hvernig gazt þú fengið af þér að stelast undan merkjum og brjóta trúnaðareið þinn?« »Mig iðrar þess ekki,« svaraði dátinn fast og stillilega. Lögunum var framfylgt. Pitois var dæmdur til dauða. Næsta dag átti að skjóta hann í augsýn allrar herdeildarinnar. Um miðnættisbilið var fangelsisdyrunum lokið upp hljóðlega og herforingi kom inn í fangaklefann. Hann hafði víðan her- mannafeld brugðinn um sig og hött síðan á höfði, sem slútti svo, að hann huldi nærri því alt andlitið. í klefanum var aðeins dauf ljósglæta, svo að Pierre Pitois gat ekki séð, hver komumaður var, en hann þóttist vita, að hann hlyti að vera einhver yfir- manna í hernum, úr því að honum hefði verið hleypt inn um þetta leyti, og hann spratt því upp og heilsaði honum að her- mannasið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.