Eimreiðin - 01.01.1910, Blaðsíða 52
52
honum var fest meö; þaut hann þá sem elding upp í loftið og
bar við skýin. Petta gerðist 5. júní 1783 í viðurvist fjölmennis.
Störðu menn í fyrstu þögulir á þetta kraftaverk, en æptu svo
margföld fagnaðaróp fyrir meisturunum.
Fregnin um þetta barst fljótt út, og þótti stórtíðindi. Eftir
það rak hver tilraunin aðra á Frakklandi, einkum í París. Pað
var heita loftið, sem lyfti loftbelg bræðranna, því það er léttara
en jafnrými þess af
köldu lofti, sem kunn-
ugt er. Skömmu síðar
var vetnisbelgur reynd-
ur í París og tókst ágæt-
lega. Eftir miðja 19. öld
fóru menn einnig að nota
gas, sem haft er til Ijósa.
19. sept. um haustið
var búr með geit, önd
og hana fest neðan í
belg, sem sendur var
upp frá París. Voru
það fyrstu lifandi ver-
urnar; sem tóku þátt í
loftsiglingum. Skilaði
belgurinn þeim öllum
lifandi niður aftur. I’etta
gaf mönnum hug til að
kanna vegu loftsins; 21.
Tnóv. fóru svo tveir
i. Loftbelgur Charles i. des. 1783.
Frakkar fyrstu loftför-
ina, sem menn hafa
farið. Peir hétu Rózier
og d’Arlandes. Ferðin gekk slysalaust. Peir voru 20 mínútur í
lofti, og höfðu farið 9 km. (rúml. 1 mílu).
1. des. s. á. fór hinn frakkneski eðlisfræðingur Charles við
annan mann loftferð á nýju loftskipi eða ioftbát, sem var miklu
betur útbúinn að öllu leyti en eldri loftför. Eins og sjá má á
myndinni, var karfa hengd neðan í belginn. Sátu þeir félagar í
henni, og höfðu þar farangur sinn, þar á meðal hitamæli og loft-
vog, til að mæla hitann og loftþyngdina í mismunandi hæð. Peir