Eimreiðin - 01.01.1910, Blaðsíða 50
5°
Pá eiga menn eftir að leggja undir sig loftið. Par hafa fugl-
arnir til skamms tíma verið einvaldir, og hafa mennirnir frá ómuna-
tíð öfundað þá af fluglistinni. Sagnir frá elztu tímum sýna, að
mönnum í þann tíð var engu síður hugleikið að nema þessa list,
heldur en nú á tímum. En þá voru engin tök á að höndla
hnossið. Hugsjónamennirnir einir og skáldin komust það lengst,
að skreyta guði sína og söguhetjur með þessari íþrótt. Óðinn
reið hesti sínum Sleipni í loftinu yfir láð og lög; Völundur smiður
flaug úr varðhaldinu hjá Niðuði konungi, sem lesa má í Völundar-
kviðu. Loki flaug í valsham, er Freyja átti, og sótti Iðunni til
Jötunheima; jötnar brugðu sér í arnarham og valkyrjur svifu í
fuglshömum yfir vígvöllunum.
Skýrust er þó gríska sagan um Daidalos, sem flýði frá Krít
til Sikileyjar. Hann bjó sér og syni sínum Ikaros til vængi úr
fjöðrum, er festar voru saman með vaxi. Sjálfur komst hann
heilu og höldnu á vængjum þessum til Sikileyjar, en Ikaros, sem
var hreykinn af vængjunum, hætti sér of nærri sólinni, svo vaxið
bráðnaði og vængirnir liðuðust sundur, svo hann féll í hafið og
druknaði. Er hann að líkindum fyrsta fórnin á altari fluglistar-
innar.
Aldirnar líða og hugsjónirnar rætast. Jafnvel þessi hugsjón,
sem svo lengi hefir virzt liggja mannlegum mætti ofar, er nú á
vorum dögum gengin oss í greipar. Uppgötvanir síðustu tíma
hafa rutt stærstu þröskuldunum úr vegi og gefa oss góðar vonir
um það, að fuglarnir verði ekki hér eftir einvaldir loftsins herrar;
að minsta kosti dettur víst engum lengur í hug að taka undir
með Jesúítamunknum á 17. öld, sem hélt, að guð mundi aldrei
leyfa mönnum að búa til nothæfa flugvél, því það myndi gera
svo mikinn glundroða á reglu þeirri, sem ríkt hefði í heiminum
frá upphafi.
Ef vér rennum augum yfir sögu loftfaranna, sjáum vér, að
framfarirnar hafa gengið í tvær áttir, er báðar hafa leitt að tak-
markinu. Munurinn liggur aðallega í verkfærum þeim, sem notuð
eru til loftfaranna, og greinast loftfarirnar nú á tímum eftir því í
tvent: loftsiglingar (aeronautik) og fluglist (aviatik),
Til loftsiglinganna nota menn loftför, sem ' eru léttari en
loftið niður við jörðina. Pau svífa sjálfkrafa þangað upp, sem
loftið er þynnra og jafnt þeim að þyngd. Loftbelgurinn
(ballon) er því undirstaða loftsiglinganna, eins og síðar mun sýnt