Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1910, Blaðsíða 38

Eimreiðin - 01.01.1910, Blaðsíða 38
33 skóginn, ég finn ilminn af návist þinni og heyri fótatak þitt og hvernig vindurinn leikur sér að klæðum þínum. Angurblítt bros leikur um varir þínar og augu þín eru djúp og dreymandi. Hárið liðast hnotbrúnt um axlir og herðar, skreytt ljósbleikum villirós- um. Pú ert svéipuð grænum kyrtli og heldur á laufgaðri bæki- grein í hendi þér. Ég finn návist þína og ljúfur hrollur fer um mig. Strengir sálar minnar óma af áhrifum þínum og ég stend sem steini lostinn. III. Saxneska Hulda, þú birtist mér í gær og hreifst huga mitin, en nú veit ég, að þú hefur ekki megnað að gagntaka sál mína. I nótt dreymdi mig ekki þig, heldur bláklædda konu — — — -— Ég reika um í skóginum. Hann er samur og fyr, en ég er ekki samur. Ég finn tómleik í hjarta mínu og hugurinn er tví- skiftur. Mig langar til þess að leggjast niður og velta mér í gras- inu, eins og heima, og finna móðuryl jarðarinnar streyma um mig. En ég get ekki lagst niður í þetta gisna gras og þetta hálfraka rotnaða lauf. Mér verður þungt fyrir brjósti og þröngt um kverk- ar inni í þykni skógarins. Ég þrái útsýni á allar hliðar, jörðina útbreidda langt fyrir neðan mig og heiðhvolf himinsins eitt yfir mér. Ég ætla að ganga upp á hæð og fá útsýni og láta and- varann hressa mig. Pá heyri ég ofurveikt hljóð, eins og hálf- kæfðan ekka eða sundurslitnar stunur. Og ég kem að svolitlum, hálf þornuðum fossi, sem sitrar niður í þröngva hamrakleif---------- Hvar eru fossarnir hérna, lækirnir, vötnin? Ó, hvernig getur skógarþytur cg fuglasöngur gagntekið þann, sem alinn er upp við niðartöfra vatnsins, hvernig getur hann gleymt því eina stund! Á leiðinni hingað var hugur minn fullur af aðdáun fyrir vatninu. Að- eins örskamman tíma gat ég talið mér trú um, að þessari náttúru hefði tekist að gagntaka mig. Nóttina eftir að saxneska Hulda hafði reynt að laða mig og heilla með öllum dularmætti skógar- ins, dreymdi mig ekki hana, heldur bláklædda konu — F* i g! ís- lenzka Hulda, sál náttúrunnar íslenzku. Hvernig ætti að vera hægt að marka þér stað, heilaga dís ? Ert það ekki þú, sem andar himinhreinum og ísköldum gustinum yfir malarauðnirnar kringum jöklana, lætur hann hægja rás blóðs- ins og titring tauganna, lætur hann drepa hverja auðvirðilega hugs-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.