Eimreiðin - 01.01.1910, Blaðsíða 15
i5
II.
Og fagurt ber hún feldinn enn
og fallega sér heldur enn,
þótt hamist vötn og veður,
sem hennar frægu feður
við Ford og Holofsinn.
Pað glymur hátt í hringunum
og höfuðdjásna þingunum:
við hreim frá orrahríðum
og hljóm frá sigurtíðum
frú Uggla svífur inn.
III.
En eins og smellin lystiskúta líði
í ljúfum blæ og elti þungan knör,
er sólin blíð í sinni stoltarprýði
er svifin fram og gyllir strönd og vör;
sem e!ti drotning dætra hennar börn
svo dansar fram hin snotra Elsa Örn.
Frá hvirfli drósar ljósrauð brosti lilja
og línið sænska skein sem mjallhvít hrönn,
lík konungsdóttur svífur silkiþilja,
sólbjört og há og rétt og bein sem hvönn,
eins upplitsdjörf sem aðalborin drós
og ástarsjúk sem fátæk sveitarós.
Af hvörmum hennar brunnu lofnarlogar
í lotum kinna sátu brosin kát,
stórmannlegt nefið, blíðir hvarmabogar,
brosmildar varir, hakan rembilát.
En hvergi var hún hinni lík á svip,
því hún var snekkja, amman línuskip.
Já, skemtifar, sem fram er sett með sólu
og siglir út úr fagursléttri vör,
og vaggar eins og bundið barn í rólu
að baki skipsins, þess er ræður för.
Nú heyrist traðk í tröppunum
þótt talið gjalli í köppunum;
það brakar silkið síða
um sigur fyrri tíða:
frú Uggla svífur inn;
svo há og breið um herðar,
til hæstu frægðar gerðar,
og hrukkur heiðursverðar
um hávelborið skinn.