Eimreiðin - 01.01.1910, Blaðsíða 62
6 2
Rit sj á.
JÓN TRAUSTI: SMÁSÖGUR. i. h. Rvík 1909.
Fjórar fyrstu sögurnar eru áður kunnar, tvær hinar síðustu nýjar.
En mér var ánægja að lesa þær nú hverja á eftir annarri, og þegar
ég lokaði kverinu, varð mér ósjálfrátt að bera höfundinn saman við
söguhetjuna í »Kappsiglingin«, síðustu sögunni. ^Þessi snekkja er
gerð fyrir andbyrinn« — — — »Og hún er traust« — — —
»Hann hefir góða seglfestu«. Mér fanst það eiga við höfundinn
sjálfan.
Tvær fyrstu sögurnar, »Friðrik áttundi« og »Tvær systur», virðast
mér að vísu hafa lítið skáldlegt gildi; en það var rétt af höf. að láta
þær verða hinum samferða. t’ær eru fyrstu sögurnar, sem hann hefir
ritað, og það er fróðlegt að sjá muninn á þeim og hinum, sjá hve
óðfluga framfarirnar hafa verið. Höf. getur þess í formála, að þessar
tvær sögur styðjist við sanna atburði, hinar ekki. Athugull lesandi
mundi hafa getið sér þess til, en það er gaman að vita það af orðum
skáldsins sjálfs, þvi verkin sýna merkin. Hann hefir verið bundinn af
sérstökum endurminningum, fært þær í stílinn, sagt frá, en ekki þorað
að skapa af frjálsu fullveldi. En sögur eru sjaldan skáldlegar, þó
skáldsögur geti verið sögulegar. í skáldskap er það oft sannast, sem
aldrei hefir við borið. Og undir eins og höf. hefir gefið sínu frjósama
skáldeðli lausan tauminn, kemur hver persónan annarri einkennilegri,
sannari og íslenzkari fram á sjónarsviðið. Sigmundur gamli vökumaður,
Sigurbjörn sleggja og Eyrar-Oddur verða lesandanum eins gagnkunnir
og minnisstæðir og þó þeir væru gamlir kunningjar. Ég hef aldrei
séð Sigurbjörn sleggju, og þó finst mér eins og skuggi hans hafi ein-
hvern tíma fallið á sál mína, þegar ég var barn, og vakið mér hroll
og geig.
Gaman er að sjá, hve ólíku holdi andi rímnanna hefir klæðst
með þessum tveimur körlum, Sigmundi vökumanni og Sigurbirni sleggju.
En perlan er Eyrar-Oddur. Éeir, sem altaf eru að hnýta í ís-
lenzku Jóns Trausta, ættu að lesa »Strandið á Kolli« og segja, hvernig
þeir vildu láta Eyrar-Odd tala öðruvísi, en hann gerir. í mínum eyr-
um er hvert hans orð svo eðlilegt, hver setning svo mótuð af persón-
unni, sem talar, að mér finst ég heyra hreiminn í röddinni og sjá
karlinn lifandi, þar sem hann situr á þóftunni.
Það er slíkur sólskinsglampi yfir efnismeðferð þessarar sögu,
blærinn svo hreinn og þýður, að ég hika ekki við að telja hana með
beztu smásögum, sem ritaðar hafa verið á íslenzku.
Gubm. Finnbogason.
JÓHANN SIGURJÓNSSON: BÓNDINN Á HRAUNI. Leikrit í
4 þáttum. Rvík 1908.
Efnið í leikriti þessu er hvorki mikið né margbrotið, en þó að
sumu leyti átakanlegt. Hjónin á Hrauni, Sveinungi og Jórunn, eru ný-
komin heim úr kaupstaðarferð, og 1 þeirri ferð hafa þau heitið ungum