Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1910, Side 45

Eimreiðin - 01.01.1910, Side 45
Liðhlaupinn. (Frönsk smásaga). í orustunni við Austerlitz, 5. des. 1805, sýndi einn af her- mönnum Frakka, Pierre Pitois, sem var dáti í tólftu herdeildinni, svo frábæra hreysti og þolgæði, að Napóleon fanst svo mikið um, að hann festi fmeð eigin hendi kross heiðursfylkingarinnar á brjóst honum. Nokkrum árum síðar lá tólfta herdeildin við Strassborg. En þá sat garpurinn frá Austerlitz, Pierra Pitois, sem keisarinn hafði sæmt heiðursmerki á sjálfum vígvellinum, hneptur í dýflissu sem fangi. Pierre Pitois hafði gerst liðhlaupi. Riddarinn af heiðursfylk- unni hafði hlaupist undan merki sínu fám dögum fyrir orustuna við Wagram, 5—6. júlí 1809. Hann hafði að sönnu komið aftur sjálfkrafa til herdeildar sinnar, áður en hún var komin yfir Rín. En alt um það var hann liðhlaupi, og fyrir það afbrot var hann fluttur í fjötrum til Strassborgar til þess að dæmast af herdómi. Dómsforsetanum, sem var einmitt ofurstinn í hans eigin her- deild, vöknaði um augu, er hann sá hann, og mælti með skjálf- andi röddu, sem lýsti, að honum var ákaflega þungt niðri fyrir: »Getur það verið? Ert það þú, Pitois? Hvernig gazt þú fengið af þér að stelast undan merkjum og brjóta trúnaðareið þinn?« »Mig iðrar þess ekki,« svaraði dátinn fast og stillilega. Lögunum var framfylgt. Pitois var dæmdur til dauða. Næsta dag átti að skjóta hann í augsýn allrar herdeildarinnar. Um miðnættisbilið var fangelsisdyrunum lokið upp hljóðlega og herforingi kom inn í fangaklefann. Hann hafði víðan her- mannafeld brugðinn um sig og hött síðan á höfði, sem slútti svo, að hann huldi nærri því alt andlitið. í klefanum var aðeins dauf ljósglæta, svo að Pierre Pitois gat ekki séð, hver komumaður var, en hann þóttist vita, að hann hlyti að vera einhver yfir- manna í hernum, úr því að honum hefði verið hleypt inn um þetta leyti, og hann spratt því upp og heilsaði honum að her- mannasið.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.