Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1910, Page 72

Eimreiðin - 01.01.1910, Page 72
72 rita þannig um flest lönd og flestar þjóðir jarðarinnar, því iðnari vís- indaþjóð hefir heimurinn aldrei átt. Alþýða manna þekkir þó lítið til þess konar rita; ég veit það af reynslunni, að almenningur erlendis, bæði á Þýzkalandi og annarstaðar, er enn þá hér um bil jafnfróður sem fyr um ísland og íslendinga, og meginþorri lærðra manna líka, enda er varla við öðru að búast; örlítil þjóð eins og íslendingar hefir svo sem enga þýðingu fyrir stórþjóðirnar. Þýzkir náttúrufræðingar, sem um ísland rita, skilja sjaldan eða aldrei íslenzku og sumir þeirra skilja heldur ekki dönsku; þeir geta því ekki kynt sér það, sem um landið hefir verið ritað á þessum mál- um og bera ritgerðir þeirra þess oft ýmsar menjar; rithöfundarnir telja það oft nýjungar, sem löngu áður er kunnugt, með því þeir þekkja ekki frumritin. Málfræðingar, sem skilja íslenzku, eru sjaldan náttúru- fróðir, svo rit þeirra eru alloft gölluð í þeim greinum. Nú er einn þýzkur höfundur kominn fram á sjónarsviðið, sem bæði er náttúrufróður og líka kann íslenzku; það er Heinrich Erkes, kaupmaður 1 Köln, og geta menn því vonast margra góðra rita frá hans hendi. Nýlega hefir hr. H. Erkes gefið út ágæta ritgerð um Odáðahraun1 og Öskju og heflr hann ferðast þangað tvisvar, 1907 og 1908. Sumarið 1907 fór H. Erkes í júnílok upp á Dyngjufjöll, og varð þá honum samferða kona frá Köln, fröken Pauline Christmann, sem víða hefir farið um lönd, en sakir illviðris og snjóa urðu þau að snúa við í Jónsskarði; næsta tilraun sumarið 1908 hepnaðist betur; þá var veður gott og gat hr. Erkes dvalið 4 daga og 3 nætur í Öskju og jók þá að ýmsu þekkingu vora um Dyngjufjöll; meðal annars fann hann hásléttu dálitla fyrir norðan fossinn í opi Öskju og brennisteins- námur, sem voru óþektar áður; hann teiknaði líka góðan uppdrátt af Dyngiufjöllum og fylgir uppdrátturinn ritgerðinni. Það lýsir sér fljótt, hve höfundurinn er gagnkunnugur öllu því, sem ritað hefir verið á íslenzku um þessi héruð. Þar er fyrst almenn lýsing á hálendi íslands og svo sérstök lýsing á Ódáðahrauni og Ör- æfunum þar í kring; lýsir hann aðallega bæði landslagi og eldfjöllum, segir rannsóknarsögu þeirra héraða og getur um útilegumannatrúna. Síðan lýsir H. Erkes ferð sinni til Dyngjufjalla 1908 og Öskju ná- kvæmlega eftir eigin athugunum og rannsóknum allra, sem þar hafa komið. Yfirleitt er ritgerðin ein hin bezta af þeim, er Þjóðverjar hafa ritað á seinni árum um landfræði íslands. Af því höf. kann vel ís- lenzku og hefir nákvæmlega kynt sér öll rit um þessi efni, þá má rit- gerðin heita gallalaus; öll nöfn eru rétt rituð og engu er slept, sem þýðingu hefir. Ég hefi að eins rekið mig á þá eina vangáningsvillu, að þeim er á einum stað blandað saman nöfnunum Jóni Sigurðssyni á Gautlöndum og J. S. i Khöfn, og er það fyrirgefanlegt hjá útlend- ingi, er báðir hétu eins og báðir voru forsetar. Það er gleðilegt að sjá, að landfræðisrannsóknum á íslandi er haldið áfram, þó það á hinn bóginn sé óviðkunnanlegt, að íslendingar 1 Heinrich Erkes: Die Lavaviiste Ódáðahraun und das Tal Askja im nord- östlichen Zentral-Island (»Mitteilungen des Vereins fiir Erdkunde« 1909, Heft 9, bls. 321—351).

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.