Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1911, Blaðsíða 29

Eimreiðin - 01.05.1911, Blaðsíða 29
Þráinn. Smásaga eftir JAKOB JÓHANNESSON. Ég var aðeins sex ára, þegar það bar við. En ég man það eins glögt og það hefði verið í gær. Éað kvöld er sem kol- svartur skuggi í tunglmóðu bernskuminninganna . . . Hvítasunnuhretið æddi um land og sjó. Pað var búið að kveikja í baðstofunni. Siggi smali lá endilangur uppi í þver- rúminu og hraut hástöfum. Arndís vinnukona sat á móti mér og mömmu. Hún var að verpa skó. Hengilampinn kastaði flökt- andi glætu á mjóa, kinnfiskasogna andlitið undir svörtum hár- lubbanum. Ég bar altaf geigblandna virðingu fyrir Dísu. Sjálfsagt af því, að hún var ekki eins og annað fólk. Hún hafði komist í eitthvert ástaklandur á yngri árum og var hálfgeggjuð síðan. Hjá okkur hafði hún verið í átta ár og var nú kominn yfir fertugt. Hún vann verk sín vel og trúlega. Sagði sjaldan orð. En þegar hún sat yfir sokknum eða skónum, sem hún átti að bæta, þá tal- aði hún við sjálfa sig, Hljómlaust og tilbreytingalaust. Vissi auð- sjáanlega ekki hvað hún sagði. »Sveinn, Sveinn, því komstu ekki? .... því komstu ekki?« Fyrst löngu seinna skildi ég þessa brennandi, grátandi bið. Pessa vonlausu von. I’atigað til alt varð tómt og kalt. Og hún gat ekki lengur grátið. En andvarpið —- örvæntingarinnar magn- lausa neyöaróp, ómaði stöðugt frá brjósti hennar, einræmt og mein- ingarlaust . . . »Sveinn, Sveinn, því kemurðu ekki? .... Mamma sat undir mér. Ég var líka bara dálítill hnokki. Ósköp hræddur við myrkriö og bylinn úti. Rúðurnar vóru grá- hvítar. Skafl yfir hverjum glugga. Baðstofan nötraði í vindhvið- unum. Stormurinn ýlfraöi og stundi í túðunni. Eins og ámát- legt útburðarvæl. Brimsogið dundi í fjarska, þegar það skall við sæbratta malarkambana. Helkaldur, seiðandi undirómur .... Afamma var eitthvað svo dauf og undarleg. Ég fann það á mér. Burfti ekki að sjá það. Ef hún var nálægt mér, vissi ég altaf, í hvaða skapi hún var. Pvölum kulda sló út um brjóst mér og herðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.