Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1911, Blaðsíða 40

Eimreiðin - 01.05.1911, Blaðsíða 40
sem oss er sagt, að búlendur þjóðarinnar séu 12,700,000 kr. virði, en hús í kauptúnum 15,000,000 króna virði. Svo er þá komið á Fróni, að húsaskrokkar í bæjum og kauptún- um landsins eru orðnir meira virði en landið sjálft. Mundi slíkt geta komið fyrir í nokkru landi undir sólinni, þar sem landbúnaður er í þolanlegu lagi? Olíklegt þykir mér, að menn vilji eða geti í alvöru haldið því fram. Ef það, sem ég hér að framan hefi sagt, er rétt athugað, þá er það þrent, sem liggur fyrir íslenzku þjóðinni að gera, sem hún má til með að gera innan lengri eða skemmri tíma: 1. Að spara. 2. Hætta að vera til. 3. Bæta landbúnaðinn með aukinni framleiðslu en ódýrari vinnu. Fjarri sé það mér að gera lítið úr sparnaði; þvert á móti álít eg hann eitt aðalskilyrði til efnalegra þrifa, svo framarlega að hann sé skynsamlega brúkaður. En það má fara með þann kost, sem á réttu stigi er hvers manns prýði, svo að hann verði að lesti — að hann verði að krenkjandi þjóðarböli, sem níði æ meir og meir andlegan og verklegan þrótt bæði úr einstaklingum og fjöldanum. Þegar á að fara að segja mönnum að sætta sig við köld og óheilnæm húsakynni, sætta sig við að klæðast í tötra, sætta sig við að draga fram lífið á þeirri ódýrustu og óaðgengilegustu fæðu, sem búið framleiðir, af því að alt hitt verður að ganga í skuldirnar; sætta sig við að fara á mis við flest þau nauðsynlegustu þægindi, sem nútíðin býður mönnum, þá er dygð þessi, sparnaðurinn, orðin að þrældómsoki, sem hefir eyðilegging og dauða í för með sér. Hætta að vera til! Leiðinleg tilhugsun; þó jafnvel betri en að lifa í eymd. Þá er þriðja atriðið: að auka og bæta landbúnaðinn; og er það eina úrlausnin á þessu langþýðingarmesta máli þjóðarinnar í verklega átt, — svo þýðingarmiklu í mínum augum, að undir því er komin framtíð hennar, að hún beri gæfu til þess, að leysa það rétt og leysa það skjótt; því eftir því sem lengur dregst að bæta úr hinu núverandi ástandi, eftir því sem þjóðin þarf lengur að stríða við hið fjárhagslega ástand sitt, eins og það er nú, eftir því veikjast kraftar hennar og viljaþrek til allra framkvæmda, og þar af leiðandi verða skilyrðin æ minni og minni til viðreisnar, en óhugur eykst og menn hverfa úr landi. Líklegast eru þess fá dæmi, þar sem jarðrækt annars er þekt, að jörðinni sé eins lítill sómi sýndur eins og úti á íslandi. Að vísu er túnrækt sumstaðar í allgóðu lagi, og hefir allmikið verið að henni gert á síðari árum ; og hefi ég fyrir satt, að hún í mörgum tilfellum gefi allgóða vexti af fé því, sem í henni liggur, og í sumum tilfellum jafn- vel ágæta. Þó er sú jarðrækt, eins og hún hefir verið og er gerð, óheyrilega dýr. Og að hún skuli geta borgað sig finst mér full sönn- un þess, að ef jörðin væri ræktuð á ódýrari og hagfeldari hátt, þá mundi hún endurgjalda það þeim mun betur. En það er að eins til- 'tölulega lítill hluti af heytekju íslendinga, sem af túnum er tekinn; stærsta part uppskerunnar gera menn í flestum tilfellum sáralítið til að tryggja sér; hafa ár frá ári verið upp á örlæti náttúrunnar komnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.05.1911)
https://timarit.is/issue/179032

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein: Jón Arason.
https://timarit.is/gegnir/991005579019706886

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.05.1911)

Aðgerðir: