Eimreiðin - 01.05.1911, Blaðsíða 79
*55
C. KÚCKLER: IN LAYAVtTSTEN UND ZAUBERWELTEN AUF
ISLAND. Berlin 1911.
t’að er allstór bók þetta, 233 bls. í stóru broti og aftan við 70
myndatöflur með 107 myndum og 4 uppdráttum. Hún er í flmm köfl-
um, og er binn fyrsti um ferðina til íslands (1909) og þó mest um Fær-
eyjar, 2.-4. um ferð á Snæfellsnesi, frá Búðum til Stapa og þaðan yflr
jökulinn til Olafsvíkur og síðan til Stykkishólms. Og í 5. kaflanum er
sagt frá ferð til Krýsuvíkur og annarri upp að Tröllafossi.
Manni flnst efnið lítið í svo stóra bók, en meistara Kiicbler tekst
meistaralega að teygja úr því, enda er þar sagt frá bverju smáræði, sem
bar fyrir augu og eyru. En mikilsháttar var það nú ekki annað en
náttúrudýrðin og torsótt lending á Búðum í ógurlegu hafróti. Já, eitt
enn: húðarklár, sem hann fékk lánaðan á Búðum undir ferðatösku sína,
strauk fjórum sinnum frá honum í ferðinni yflr nesið, og mun því sá
klár frægur verða um alt þýzkaland, jafnmikið og um hann er skrifað.
Meistari Kuchler er mjög hriflnn af náttúrufegurðinni og lýsingar
hans með svo sterkum litum, að þær eru líklegar til að drags margan
ferðamann til Islands. Öllum ber hann og vel söguna, sem hann hitti
eða komst í kynni við, og skín góðmenska hans og ást til Islands
út úr hverri línu. V. Gr.
KNUD BERLIN: ISLANDS STAATSRECHTLICHE STELLUNG.
Berlin 1910.
Bók þessi er þýzk þýðing á hinu danska riti dr. Berlíns um ríkis-
réttarstöðu Islands, er getið var í Eimr. XV, 151, en breytingar ekki
teljandi. Dó er á einstöku stað tekið nokkuð tillit til athugasemda próf.
B. M. Olsens i ritgerð hans „Enn um upphaf konungsvalds á Islandi“;
en af gagnrjuii dr. Jóns forkelssonar kveðst höf. ekki hafa fundið ástæðu
til að taka annað til greina, en leiðrétting á einni prentvillu, sem hann
hati fundið hjá sér í dönsku útgáfunni. V. G.
UM VERÐLAG NORÐMANNA Á SÖGUÖLDINNI („Norges okono-
miske System og Værdiforhold i Middelalderen“, Kristiania 1909) hefir
Fr. Macody Lund ritað einkar merkilega bók, þar sem hann með ljós-
um og óyggjandi rökum sýnir, að verðlag á ýmsum vörutegundum hafl
verið afarmismunandi í hinum ýmsu bygðum landsins, einkum á hZut-
fallinu milli smjörverðs og kornverðs. En einmitt við smjör og korn var
flest annað verðlag þar miðað. Munurinn var svo mikill, að í beztu
akuryrkjuhéruðunum mátti fá alt að því 15 merkur af korni fyrír 1 mörk
smjörs, þar sem aftur smjör og korn uppi til fjalla og í nyrztu héruðum
landsins var nálega jafndýrt, af því kornyrkjan var þar svo lítil og sum-
staðar engin, en samgöngur allar svo erflðar til að ná því til sín frá hin-
um kornfrjórri héruðum. Af þessu leiðir, að mörg verðlagsheiti í fom-
ritunum verður oft að skýra á alt annan veg, en hingað til heflr gert ver-
ið, meðan menn álitu, að verðlagið hefði verið hið sama um endiiangan
Noreg. Bókin gerir því allmikið umrót í þessum fræðum og greiðir úr
mörgum flóknum gátum, sem hér yrði of langt frá að skýra, enda lítt
mögulegt í stuttu máli. En þó að stórmikið sé unnið við þessa bók
hans, og margt nú orðið skýrara um hið forna verðlag, þá er þó enn