Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1911, Blaðsíða 50

Eimreiðin - 01.05.1911, Blaðsíða 50
I2Ö fengið. Hún mundi því tæpast gefa þar mikla uppskeru án áburðar. En hvar á að taka hann í byrjuninni, áður en nýja lagið er komið á og aukinn gripastofh kominn upp? Pví þarf líka að svara. Pá er enn auðsætt, að mikil nautgriparækt (kjötframleiðsla og smjörgerð) getur ekki borgað sig, nema greiður og skjótur að- gangur sé til markaðar. Ef of mikið af söluverðinu gengur til flutningskostnaðar á markaðinn, er hætt við, að bóndinn fái lítið fyrir framleiðsluna. Og eins og samgöngum er enn háttað á ís- landi víðast hvar, er hætt við, að flutningskostnaðurinn mundi éta upp allan ágóðann og máske meira til. Auk þess getur hafísinn komið, þegar minst von um varir, og lokað öllum höfnum um- hverfis meginhluta landsins um margra mánaða bil, svo að allar siglingar teppist og menn komi engum vörum frá sér, fyr en þær eru orðnar skemdar og ónýtar (t. d. smjörið). Pó við höfum nú í nálega 30 ár verið nokkurnveginn lausir við íspláguna, sýnir reynsla undanfarinna alda, að ekki dugir að gera ráð fyrir slíkri blessun sí og æ. Við getum hæglega fengið aftur jafhlangt tíma- bil, er ísinn heimsækir oss á hverju ári. Og hvernig færi þá um arðinn af nýja búskapnum? Hvernig ætti þá að koma framleiðslu hans á brezka markaðinn? Pessu verður líka að svara. Svarið við öllu þessu er frá vorri hálfu, að við verðum að fá járnbrautir, eina frá Reykjavík austur í Rangárvallasýslu, aðra norður um land til Eyjafjarðar og þriðja stúfinn um Fagradal upp í Fljótsdalshérað. Og mest ríður á járnbrautinni norður vegna íssins. Án hinna má fremur komast af, þótt líklegri séu til að bera sig í fyrstu. En á slíkt dugir ekki að einblína. Víðsýnið verður að vera meira en það. Menn verða að horfa lengra inn í framlíðina en fáein ár og hafa alt landið og allan þjóðarbúskapinn fyrir augum. Og járnbrautin verður að koma fyrst, ganga á undan öllu öðru. Ætli menn sér að bíða með hana, unz fram- leiðslumagnið sé orðið svo mikið, að brautin geti borið sig bein- línis, þá kemur hún aldrei — og framleiðslumagnið ekki heldur. Pví brautin er einmitt skilyrðið fyrir því, að það geti komið. Með járnbrautinni fá menn greiðan og ódýran flutning á bús- afurðum sínum á heimsmarkaðinn; því í samband við hana verða settar tíðar skipaferðir til Bretlands. Pá getur ísinn heldur ekki tept lengur, því altaf er íslaust við Faxaflóa. Pá geta menn líka fengið útlendan áburð fluttan að, meðan þess gerist þörf, án þess að kostnaðurinn verði ókleifur. Og þá verður líka unt að útvega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.