Eimreiðin - 01.05.1911, Blaðsíða 33
109
að hugsa um, að hann ætti aldri að sjá litla drenginn sinn fram-
ar? Eina barnið sitt. Og mjúku höndina hennar mömmu, sem
aldrei átti að fá að þíða framan úr honum snjóinn eftirleiðis?
— En það gat ekki verið. Jesús hlaut að frelsa pabba.
Bjarga honum til okkar aftur. Jesús var svo góður. Og þótti
svo vænt um litlu börniti. Eað var alveg áreiðanlegt. Hún mamma
sagði það.
Byiurinn fór heldur versnandi, ef nokkuð var. Augun litu
burt. Ut í snjórökkrið. Mér virtist, sem þau væru að leita að
guði. Eað var svo sárheit bæn og heimtandi von í augnaráðinu.
Á því augnabliki bjóst ég við, að guð myndi koma gang-
andi á sjónum til að frelsa okkur. Og traust mitt á honum
varð aftur svo sterkt og bjart. Eins og þegar ég lá í fanginu
á mömmu. Og hún var að segja mér frá litla barninu, sem
fæddist austur á Gyðingalandi fyrir fjöldamörgum árum.
Ósjálfrátt leit ég fram. í sömu átt sem hann. Og öll sál
mín varð ein bæn. Himinrjúfandi grátbæn barnshjartans------------
Pað rofaði allrasnöggvast til. Hríðin lá ekki eins fast ofan
á okkur. Á stjórnborða grilti í svartan vegg. Ógnarháan, gleyp-
andi múr. Eórshamra hjá Steinavík................
Við bárumst óðfluga að. Og alt í einu rann upp fyrir mér,
að nú væri ómögulegt að bjargast. En ég vildi ekki trúa því.
Ætlaði guð þá ekki að gera neitt? Ekki að hreyfa hönd
eða fót?
Mér varð litið á pabba. Hann hafði séð hættuna. Að ekk-
ert varð við gert. Hann var náhvítur í framan. t'að fóru kippir
um andlitið. Og ég fann sjálfur, hvernig trúin og vonin hjöðnuðu
í huga hans. Urðu að engu. En örvæntingin settist þar að,
gustköld og geigvænleg . . .
— »Pabbi!« kallaði ég. Mig langaði svo til að láta hann
vita af mér. En hrópið sogaðist burt af veðurgnýnum og öldu-
skellunum. Hafi ég þá komið því upp. Eg heyrði það ekki
sjálfur.
fað syrti enn meir. Hamrarnir hurfu aftur í grádökkan hríð-
arvegginn. —
Eá var eins og eitthvað hryndi innan í mér. Guð var ekki
lengur hjá mér. Hann var kominn svo hræðilega langt í burtu.
Eitthvað út í buskann. Sat þar kaldur og glottandi. En ill öfl
vóru komin í staðinn. Miklu verri en Grýla og Leppalúði.
8