Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1911, Blaðsíða 75

Eimreiðin - 01.05.1911, Blaðsíða 75
i5i mast" (= stallr), heldur „mast-beam" eða „mast-thwart"'. (Úrengdr) úrendr er miðr vel þýtt með „undressed(?)~, þó það megi til sanns vegar færa; það þýðir bara óspunninn („not spun") sbr. renna (þráð) == spinna (þráð). Vefjarmöttull þýðir ekki „oostly woven oloak", heldur blátt áfram vaðmálsmöttull. uborinn er ekki nægilega þýtt „unborn"; það táknar þann, sem skorinn er úr móðurlífL, en ekki fæddur á náttúr- legan hátt. Aldrtregi þýðir ekki „life-long sorrow", heldur sama og aldrtjón. Qiski er þýtt með „a kind of kerchiefl?)", en á að vera „goat- skin" (geitskinn, geitheðinn). Hermdarverk er rétt þýtt í sjálfri bók- inni, en rangt í leiðréttingum framan við hana, og líkt mun mega segja um málfriðr. Vér verðum að láta hér staðar numið, þó margt fleira mætti til tína. En vér vonum, að bókin verði svo mikið notuð og keypt, að ekki líði á löngu, áður en önnur útgáfa komi út af henni, svo að lagfæra megi þá galla, sem nú eru á henni. far sem bókin er svo handhæg og hentug fyrir byrjendur, vonum vér, að hún verði til þess, að stuðla að því, að enskar þjóðir leggi meiri stund á norræn fræði en hingað til. Kunnum vér því höf. beztu þökk fyrir starf hans, og eins dr. Craigie, sem bæði hefir komið henni á prent og varið miklu af sínum nauma tíma til að yfirlíta handritið og próf- arkirnar. V. G. TH THORODDSEN: DE VAEME KILDER PAA ISLAND, deres fysisk-geologiske Forhold og geografiske Udbredelse (í „Oversigt over Vidensk. Selsk. Forhandl." 1910, nr. 2 og 3. bls. 97—153, 183—257). P'etta er merkileg ritgerð og mikils virði fyrir þekkingu vora á eðli lands vors og náttúruöfium. Höf. hefir þar saíhað saman í eina heild megninu af því, sem menn nú vita um vatnshveri á Islandi, og aukið þar við öilum þeim athugunum, sem hann sjálfur hefir gert á ferðum sínum. Ritgjörðin skifttist í tvær deildir, og er hin fyrri um alment eðli hvera, en í hinni síðari er öllum hverum og laugum á íslandi lýst sérstaklega. Höf. hefir sjálfur skoðað 65 hverahópa og 44 einstaka hveri og laugar, en auk þess eru til heitar uppsprettur á 53 stöðum; alls telur hann 677 vatnshveri og laugaop á Islandi, en brennisteinshverirnir eru miklu fieiri; hann hyggur þó, að enn muni finnast margir nýir vatns- hverir, ef vel er leitað. Höf. prentar skrá yfir hverina í hverri sýslu, með hita þeirra og hæð yfir sjó, lýsir gróðri við hveri, hverapípum og hveraskálum og hverahrúðri með ýmsri gerð; þá lýsir hann hveragosum og mismunandi goseðli ýmsra hvera, hveravatni og efnasamsetningu þess, og skýrir ýtarlega frá skoðunum manna um uppruna hveravatnsins. Aður þóttust menn fulivissir um, að hveravatníð væri alt komið að ofan, frá yfirborði jarðar, færi niður í sprungur og holur og hitnaði þar, en binar nýrri rannsóknir benda til þess, að nokkuð af hveravatninu muni koma innan úr jörðu með afarhita, sem orsakar hveragos og önnur fyrir- brigði. 1 hveravatni er oft mikið af köfnunarefni og héldu menn það kæmi úr andrúmslofti, en nýjustu rannsóknir benda til þess, að það muni koma innan úr jörðu og að nokkru leyti vera hreyfandi afl í eld- gosum og hverum. Pá getur höf. um breytingar þær, sem verða á hver- um við landskjálfta og sýnir, hvernig þeir á Islandi raða sér niður eftir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.