Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1911, Blaðsíða 32

Eimreiðin - 01.05.1911, Blaðsíða 32
io8 Svöl vindstroka slóst um ennið á mér. Lemjandi haglél. Ég leit upp og sá aftur það, sem var í kringum mig. Ég var á seglskútu úti á sjó. Hnipraði mig þar í saman- hringuðum kaðlabunka. Aftarlega miðskipa. Tómt snjómyrkur. Hafið alt í einu löðri. Raunar sást mjög stutt fyrir éljadrífunni. Höglin köstuðust framan í mig, sár eins og svipuhögg. Kuldinn var óþolandi. Stundum skall hvítfyssandi ólag inn yfir borð- stokkinn. Stormurinn hvein einmanalega í rifuðum seglunum. Éað var lagt til drifs. Skipið hamaðist áfram. Ég var hræddur um, að það myndi þá og þegar steypast kollhnís fram af einhverri bylgju- brúninni. Og óþægileg uppsölutilkenning kom í magann. Ég var varla með sjálfum mér. Titraði af skelfingu við uppnám hafs og himins. Fanst ég verða að engu í gininu á þessum ógurlegu ófreskjum. Hikandi svipaðist ég um. Enginn háseti á þilfarinu. Enda naumast stætt þar. En pabbi sat við stýrið. Hann var graf- kyr. Hreyfðist aðeins eftir því, sem skipið byltist. Ég varð hissa. Skildi fyrst ekkert í þessu. En brátt sá ég, hverskyns var. Hann hafði bundíð sig fastan. Og alvarlegt andlitið með kleprana í skegginu horfði dapur- lega út fyrir koldimman borðstokkinn. Öldurnar risu fjallháar fyrir aftan okkur. Á hverri stundu bjóst ég við, að þær myndu skella yfir okkur. En ennþá vék skútan sér lipurlega undan dauðanum . . . Hver taugaþráður titraði milli vonar og ótta við þann ójafna eltingaleik. — Mamma hafði svo oft talað um Éráin. Skútuna, sem pabbi stjórnaði. Nú var ég kominn þangað. Og pabbi var einn úti í þessu aftakaveðri . . . Ætli honum sé ekki kalt? Fullorðna fólkinu getur líka orðið kalt. Svíðandi meðaumkvun streymdi um mig. Mig langaði til að ganga til hans. Klappa frosnu kinnunum með litlum og mjúk- um barnslófunum. Svo að hann fyndi, að einhver væri hjá hon- um, sem þætti vænt um hann. En ég komst ekkert. — Um hvað var hann að hugsa? Um mig og mömmu ? Éað sem honum var kærast af öllu. Ég vissi, að honum þótti vænst um okkur. Hann var aldrei eins góður við nokkurn ann- an. Hjarta mitt þandist út af grátklökkri elsku til pabba. En ósegjanleg angist seitlaði náköld um allar æðar . . . Var hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.