Eimreiðin - 01.05.1911, Blaðsíða 32
io8
Svöl vindstroka slóst um ennið á mér. Lemjandi haglél. Ég
leit upp og sá aftur það, sem var í kringum mig.
Ég var á seglskútu úti á sjó. Hnipraði mig þar í saman-
hringuðum kaðlabunka. Aftarlega miðskipa. Tómt snjómyrkur.
Hafið alt í einu löðri. Raunar sást mjög stutt fyrir éljadrífunni.
Höglin köstuðust framan í mig, sár eins og svipuhögg. Kuldinn
var óþolandi. Stundum skall hvítfyssandi ólag inn yfir borð-
stokkinn.
Stormurinn hvein einmanalega í rifuðum seglunum. Éað var
lagt til drifs. Skipið hamaðist áfram. Ég var hræddur um, að
það myndi þá og þegar steypast kollhnís fram af einhverri bylgju-
brúninni. Og óþægileg uppsölutilkenning kom í magann. Ég var
varla með sjálfum mér. Titraði af skelfingu við uppnám hafs og
himins. Fanst ég verða að engu í gininu á þessum ógurlegu
ófreskjum.
Hikandi svipaðist ég um. Enginn háseti á þilfarinu. Enda
naumast stætt þar. En pabbi sat við stýrið. Hann var graf-
kyr. Hreyfðist aðeins eftir því, sem skipið byltist. Ég varð
hissa. Skildi fyrst ekkert í þessu. En brátt sá ég, hverskyns
var. Hann hafði bundíð sig fastan.
Og alvarlegt andlitið með kleprana í skegginu horfði dapur-
lega út fyrir koldimman borðstokkinn.
Öldurnar risu fjallháar fyrir aftan okkur. Á hverri stundu
bjóst ég við, að þær myndu skella yfir okkur. En ennþá vék
skútan sér lipurlega undan dauðanum . . . Hver taugaþráður
titraði milli vonar og ótta við þann ójafna eltingaleik.
— Mamma hafði svo oft talað um Éráin. Skútuna, sem
pabbi stjórnaði. Nú var ég kominn þangað. Og pabbi var einn
úti í þessu aftakaveðri . . . Ætli honum sé ekki kalt? Fullorðna
fólkinu getur líka orðið kalt.
Svíðandi meðaumkvun streymdi um mig. Mig langaði til að
ganga til hans. Klappa frosnu kinnunum með litlum og mjúk-
um barnslófunum. Svo að hann fyndi, að einhver væri hjá hon-
um, sem þætti vænt um hann. En ég komst ekkert.
— Um hvað var hann að hugsa? Um mig og mömmu ?
Éað sem honum var kærast af öllu. Ég vissi, að honum þótti
vænst um okkur. Hann var aldrei eins góður við nokkurn ann-
an. Hjarta mitt þandist út af grátklökkri elsku til pabba. En
ósegjanleg angist seitlaði náköld um allar æðar . . . Var hann