Eimreiðin - 01.05.1911, Blaðsíða 19
95
dó sem væri hann faðir hans ungur og endurborinn — sem væri
hann og hreysti hans brúin Bifröst, sem liggur milli myrkheims
og ljóssheims, milli heimskra og illra tíma og þeirra hinna björtu,
sem vitrir menn og góðir nú eygja miklu nær en áður, þótt löng
og erfið sé andans leið.
Frá voru sjónarmiði, sem trúum á æðri lög og rétt en kon-
ungs og klerkaríki, fyrir oss skín vor eini píslarvottur í dýrðar-
ljóma hetjunnar, sem ekki kann að hræðast, trúmannsins, sem
kunni að deyja eins og aðrir dýrlingar hinnar fornu, ágætu
kaþólsku trúar og kirkju, og ættjarðarskörungsins, sem keypti
þjóð sinni frægðina, úr því hann gat ekki bjargað frelsi hennar.
Lifi nafn Jóns Arasonar og sona hans í heiðri meðan ísland
byggist!
Þrjú kvæði
I. HÖGGVINN SKÓGUR.
Níðingsverk! — og hrygðar-sjón að sjá
svona leikinn skógar-reitinn minn!
breiðst þú hefðir fram með allri á,
ef þeir hefðu’ ei rifið stofninn þinn;
hlíðin væri vaxin þéttum meið,
— vei þeim, sem að ræna skrúði lands! —,
kliður væri’ á þinni þrasta-leið,
þig ef hefði ei smánað öxi manns.
Hvernig dirfðist nokkur mannleg mund,
mörkin fagur-krýnd, að höggva þig?
— daggartárin skjálfa’ í skemdum lund,
skærir himingeislar spegla sig;
munu’ á vor þín minna og horfin ár
— mistan blóma — þessi skógar-tár;
þó þig vermi himins röðull hár,
hvernig ættu’ að gróa öll þín sár!