Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1911, Blaðsíða 72

Eimreiðin - 01.05.1911, Blaðsíða 72
148 »gagnkveðskapur« tvívegis haft um skáldskaparstefnu skynsemistímabils- ins í lok 18. aldar, en á bls. 250 er stefna sú, er heillað hafi yngri skáldin á síðari hluta 19. aldar líka kölluð »gagnkveðskaparstefna«. Þar er þó um tvent ólikt að ræða. Á fyrra staðnum á nafnið við, á hinum síðari er það fráleitt. En þrátt fyrir þessa og þvílíka galla á bókin skilið að verða keypt og lesin. Svo virðist sem flest íslenzk blöð hafi gert sér að skyldu að þegja hana í hel. En slíkt er mjög ranglátt, — ekki einungis gagnvart höfundinum, heldur og gagnvart alþýðu, sem njóta á bókar- innar. Höf. segist ekki hafa samið hana í gróðaskyni. En hann á skilið að fá sína miklu elju borgaða. Og vér spáum því, að hún verði honum einmitt gróðalind. Hún verður keypt af öllum lestrarfélögum og fjölda manna. Vér gætum bezt trúað því, að landar vorir vestan hafs keyptu fyrstu útgáfuna upp eins og hún er. Því öllu hentugri bók til að viðhalda minningunni um ísland geta þeir naumast fengið. f*eim er óhætt að panta drjúgum af henni, bóksölunum vestra. V. G. BÚNAÐARRIT XXIV. ár. Rvík 1910. í þessum árgangi eru margar ágætar ritgerðir. Þar er ritgerð um íslenzkar fóður- og beitijurtir og eftir Stefán Stefánsson skólameistara (um efnasamsetning og fóðurgildi þeirra) og rannsóknir á móld, fóður- mjöli og sæþörungum eftir Ásgeir Torfason, og eru slíkar rannsóknir ekki lítils virði fyrir íslenzk búvísindi. Um skógrækt á íslandi ritar Kofoed Hansen, bæði hvetjandi og sannfærandi, og væri vel, að þeirri ritgerð væri gaumur gefinn. Pá er þar og löng og merkileg ritgerð um kornyrkju á íslandi að fornu eftir próf. B. M. Olsen, sem sannar, að kornyrkjan hefir þar verið miklu meiri og almennari en menn hafa haldið. Má vera, að höf. álykti stundum nokkuð djarft af sumum nöfnum, en þó svo væri, verður niðurstaðan nokkurnveginn hin sama. Hér er svo vel að unnið, að miklu verður varla við raskað. Hún stendur ólíkt fastari fótum þessi ritgerð en rannsóknir sama höfundar viðvíkjandi silfur- og vaðmálsverði að fornu. Þar hefir hann látið vill- ast tilfinnanlega, en hér hefir hann farið fram úr öllum, sem áður hafa ritað um þessi efni, og fundið margt nýtt. í þessum árgangi eru ennfretnur góðar ritgerðir um hrossarækt eftir Pál Zóphóníasson og um nýtt sléttunarlag (»Plógurinn og þúfurn- ar«) eftir Alfred Kristensen, og einkar fróðlegar ritgerðir eftir þá bún- aðarráðunautana Sigurð Sigurðsson: um »búnaðaríélagskap Dana« og »umbótaviðleitni í búnaði hér á landi«, og Einar Helgason: um »gras- maðk«, »kartöplukynbætur«, »Hjaltland og Orkneyjar« o. fl. Auk þess eru í ritinu ýmsar skýrslur og smærri ritgerðir. Búnaðarritið er yfirleitt fyrirtaksrit, og sé það ekki keypt af öðrum en þeim 876, sem eru í Búnaðarfélaginu, þá fara menn mikils á mis, er menn eiga kost á að fá jafnþarft og fróðlegt rit fyrir annað eins gjafverð og 1 kr. 50 au. Það ætti að komast inn á hvert ein- asta sveitaheimili, verða nokkurs konar húslestrabók. V. G.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.