Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1911, Blaðsíða 18

Eimreiðin - 01.05.1911, Blaðsíða 18
94 Aftaka þeirra feöga er öllum kunn, enda svo hryggileg og níðingsleg, að mig, sem aðra, hryllir við að lýsa þeim atburði. Allir vita, að þeir voru líflátnir án dóms og íslenzkra laga, og hversu miklir ódrengir sem landsmenn þeirra voru, sem létu slíkt fram fara, ef ekki samþyktu það, þá hefði aldrei farið sem fór, hefði hinn danski fógeti ekki fylgt sínu máli með svo dæmafárri frekju og ofstopa, að öllum mátti blöskra. Sakargiftir þær, er hann samdi og las upp, daginn áður en níðingsverkið fór fram, þær eru enn til; eru þær margar og svæsnar, en fáar réttar, og enn síður svarnar og sannaðar. Hér fram fóru pólítisk morð. Af trúarsögu J. A. á hans efstu stundum segja sagnirnar oss fátt. þegar tekið var að rita tveim mannsöldrum síðar, mun hin nýja klerkastétt hafa verið búin nægilega að rýra og rægja hinn gamla siðinn. Og samt hefur ómurinn frá hjartalífi hinna gömlu trú- manna náð til vor að nokkru. Löngu eftir siðaskiftin kvað síra Ólafur á Söndum: »Frost og kuldi kvelja þjóð,« o. sv. frv. Og í ljóðum höfuðskálds Islands eftir J. A., síra Einars í Heydölum, lifir trúaróður J. A.sonar, sbr. Maríukvæði hans, Vísur, »Af stallin- um Jesú Kristi,« o. fl. Pegar Jón bp. kvað vísuna: »Vondslega hefir oss veröldin blekt,« vantar oss söguna um það, hvað hughreysti hið deyjandi stórmenni aftur á móti. Eða hafði þá hans æskutrú engar bætur lengur að bjóða. Pað megum vér ekki hugsa. Pegar hann var útleiddur, segir sagan, að hann sá Maríulíkneski, nam staðar og laut myndinni. Síra Sveinn nokkur, sem fylgdi honum, mælti þá: »Líf kemur eftir þetta, herra.« Biskup leit við honum og mælti fljótlega: »Veit ég það, Sveinki!« Pað var hans himneski kvenndýrlingur, sem hann laut, móðernis- hugsjón hinnar djúpu forntrúar, sem brann í hjarta hins síðasta og andríkasta kaþólska biskups á íslandi; það var himnadrotn- ing hans vegsamlegu kirkju, móðir guðs, móðir frelsarans, móðir allrar blíðu, miskunnar og fagnaðar, sú er kveikt hefir í hjörtum mestu listamanna heimsins. Vissulega hefir hann verið búinn að lesa sín síðustu skriftamál fyrir þeim, sem alt sér og dæmir, og hans heilögum. Og þau skriftamál hafa fylt hann krafti og friði frá »samneyti heilagra« — krafti til að ganga að höggstokknum og segja með 'hetjumóði: In manus tuas — að hugsa sér J. A. öðruvísi á aftökustaðnum, höfum vér ekki leyfi til. Aftaka þeirra biskups og síra Björns tókst sárgrætilega, en .drengilega mætti hinn gamli maður píslardauða sínum. Og Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.