Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1911, Side 18

Eimreiðin - 01.05.1911, Side 18
94 Aftaka þeirra feöga er öllum kunn, enda svo hryggileg og níðingsleg, að mig, sem aðra, hryllir við að lýsa þeim atburði. Allir vita, að þeir voru líflátnir án dóms og íslenzkra laga, og hversu miklir ódrengir sem landsmenn þeirra voru, sem létu slíkt fram fara, ef ekki samþyktu það, þá hefði aldrei farið sem fór, hefði hinn danski fógeti ekki fylgt sínu máli með svo dæmafárri frekju og ofstopa, að öllum mátti blöskra. Sakargiftir þær, er hann samdi og las upp, daginn áður en níðingsverkið fór fram, þær eru enn til; eru þær margar og svæsnar, en fáar réttar, og enn síður svarnar og sannaðar. Hér fram fóru pólítisk morð. Af trúarsögu J. A. á hans efstu stundum segja sagnirnar oss fátt. þegar tekið var að rita tveim mannsöldrum síðar, mun hin nýja klerkastétt hafa verið búin nægilega að rýra og rægja hinn gamla siðinn. Og samt hefur ómurinn frá hjartalífi hinna gömlu trú- manna náð til vor að nokkru. Löngu eftir siðaskiftin kvað síra Ólafur á Söndum: »Frost og kuldi kvelja þjóð,« o. sv. frv. Og í ljóðum höfuðskálds Islands eftir J. A., síra Einars í Heydölum, lifir trúaróður J. A.sonar, sbr. Maríukvæði hans, Vísur, »Af stallin- um Jesú Kristi,« o. fl. Pegar Jón bp. kvað vísuna: »Vondslega hefir oss veröldin blekt,« vantar oss söguna um það, hvað hughreysti hið deyjandi stórmenni aftur á móti. Eða hafði þá hans æskutrú engar bætur lengur að bjóða. Pað megum vér ekki hugsa. Pegar hann var útleiddur, segir sagan, að hann sá Maríulíkneski, nam staðar og laut myndinni. Síra Sveinn nokkur, sem fylgdi honum, mælti þá: »Líf kemur eftir þetta, herra.« Biskup leit við honum og mælti fljótlega: »Veit ég það, Sveinki!« Pað var hans himneski kvenndýrlingur, sem hann laut, móðernis- hugsjón hinnar djúpu forntrúar, sem brann í hjarta hins síðasta og andríkasta kaþólska biskups á íslandi; það var himnadrotn- ing hans vegsamlegu kirkju, móðir guðs, móðir frelsarans, móðir allrar blíðu, miskunnar og fagnaðar, sú er kveikt hefir í hjörtum mestu listamanna heimsins. Vissulega hefir hann verið búinn að lesa sín síðustu skriftamál fyrir þeim, sem alt sér og dæmir, og hans heilögum. Og þau skriftamál hafa fylt hann krafti og friði frá »samneyti heilagra« — krafti til að ganga að höggstokknum og segja með 'hetjumóði: In manus tuas — að hugsa sér J. A. öðruvísi á aftökustaðnum, höfum vér ekki leyfi til. Aftaka þeirra biskups og síra Björns tókst sárgrætilega, en .drengilega mætti hinn gamli maður píslardauða sínum. Og Ari

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.