Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1911, Blaðsíða 4

Eimreiðin - 01.05.1911, Blaðsíða 4
8o að mestu horfin. í æsku Jóns stóðu enn yfir leifar hinna stærstu erfðamála, sem verið hafa á íslandi: Möðruvellinga, Bjarnar ríka, og jafnvel Reykhólamanna og Vatnsfirðinga. Hvassafellsmálum var lokið, en deila Gottskálks grimma og Jóns lögmanns Sigmund- arsonar stóð þá yfir. Snemma sendi Einar ábóti Jón fóstra sinn til Hóla, og komst hann skjótt í kærleika við Gottskálk biskup, er mun hafa séð, hvað í honum bjó; eftir fá ár var hann orðinn prestur og trúnaðarmaður biskups. Segir svo ekki af honum fyr en hann tók Helgastaðarbrauð 24 ára gamall. Par kyntisk hann mikilsháttar stúlku, er Helga hét, Sigurðardóttir, Barna-Svein- bjarnarsonar í Múla. Hún var kvenna gerfiligust og skörungur mikill. Bundu þau trúnað saman, þótt engin vígsla fylgdi, og héldu trygð til dauðadags. Hennar mintist Ólafur Tómasson í kvæðinu eftir þá Hólamenn, þar sem hann nefnir Sigurð biskupsson : Greindur stýrir faxa fróns, frægðarmaðurinn góði, hann var arfi herra Jóns með harðla dýru fljóði, sem Helga heita réð. af flestum kvinnum frægðir bar, fegurð og hannyrð með; á ísaláði þá engri var auðgrund meira léð. Ári síðar fluttist Jón að Hrafnagili og fylgdu 3 kirkjur og prófastdæmi í Eyjafirði. Hófust þá metorð hans og skörung- skapur, og eru til dómar eftir hann frá þeim árum, sem sýna dugnað hans og ráðríki. Rak hann æ fleiri trúnaðarmál fyrir biskup sinn, og fór tvívegis fyrir hann til Noregs; í síðara skiftið með gull mikið og silfur og lét smíða gullkaleikinn góða fyrir Hóla- kirkju. Hann vóg 9 merkur. 30 árum síðar rændu Danir kaleiknum og var hann úr sögunni. Priðju ferðina fór J. A., er hann var vígður. Varð hann afturreka í norðanstormi og náði Húsavík. Um ferð þá kvað biskupsefni, og er það týnt, nema þetta: »Fokkan var freðin nokkuð, vér feldum hana og þíddum við eldinn.« Árið 1500 andaðist Gottskálk biskup, og hið sama ár var Jón Arason kjörinn formaður Hólastóls, nálega með allra samþykki, þótt svo væri látið heita, að tveir aðrir prestar skyldu aðstoða hann, því meðstjórnarmenn þoldi hann víst ekki. Pá var hann 36 ára gamall og stýrði hann Hólastól úr því til aldurloka, það er full 30 ár, þótt vígður biskup væri hann 4 árum færri. Lét nú officialis kjósa sig til biskups, en utanför hans dvaldist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.