Eimreiðin - 01.05.1911, Blaðsíða 4
8o
að mestu horfin. í æsku Jóns stóðu enn yfir leifar hinna stærstu
erfðamála, sem verið hafa á íslandi: Möðruvellinga, Bjarnar ríka,
og jafnvel Reykhólamanna og Vatnsfirðinga. Hvassafellsmálum
var lokið, en deila Gottskálks grimma og Jóns lögmanns Sigmund-
arsonar stóð þá yfir. Snemma sendi Einar ábóti Jón fóstra sinn
til Hóla, og komst hann skjótt í kærleika við Gottskálk biskup,
er mun hafa séð, hvað í honum bjó; eftir fá ár var hann orðinn
prestur og trúnaðarmaður biskups. Segir svo ekki af honum fyr
en hann tók Helgastaðarbrauð 24 ára gamall. Par kyntisk hann
mikilsháttar stúlku, er Helga hét, Sigurðardóttir, Barna-Svein-
bjarnarsonar í Múla. Hún var kvenna gerfiligust og skörungur
mikill. Bundu þau trúnað saman, þótt engin vígsla fylgdi, og
héldu trygð til dauðadags. Hennar mintist Ólafur Tómasson í
kvæðinu eftir þá Hólamenn, þar sem hann nefnir Sigurð biskupsson :
Greindur stýrir faxa fróns,
frægðarmaðurinn góði,
hann var arfi herra Jóns
með harðla dýru fljóði,
sem Helga heita réð.
af flestum kvinnum frægðir bar,
fegurð og hannyrð með;
á ísaláði þá engri var
auðgrund meira léð.
Ári síðar fluttist Jón að Hrafnagili og fylgdu 3 kirkjur og
prófastdæmi í Eyjafirði. Hófust þá metorð hans og skörung-
skapur, og eru til dómar eftir hann frá þeim árum, sem sýna
dugnað hans og ráðríki. Rak hann æ fleiri trúnaðarmál fyrir
biskup sinn, og fór tvívegis fyrir hann til Noregs; í síðara skiftið
með gull mikið og silfur og lét smíða gullkaleikinn góða fyrir Hóla-
kirkju. Hann vóg 9 merkur. 30 árum síðar rændu Danir
kaleiknum og var hann úr sögunni. Priðju ferðina fór J. A., er
hann var vígður. Varð hann afturreka í norðanstormi og náði
Húsavík. Um ferð þá kvað biskupsefni, og er það týnt, nema
þetta: »Fokkan var freðin nokkuð, vér feldum hana og þíddum
við eldinn.« Árið 1500 andaðist Gottskálk biskup, og hið sama
ár var Jón Arason kjörinn formaður Hólastóls, nálega með allra
samþykki, þótt svo væri látið heita, að tveir aðrir prestar skyldu
aðstoða hann, því meðstjórnarmenn þoldi hann víst ekki. Pá var
hann 36 ára gamall og stýrði hann Hólastól úr því til aldurloka,
það er full 30 ár, þótt vígður biskup væri hann 4 árum færri.
Lét nú officialis kjósa sig til biskups, en utanför hans dvaldist