Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1914, Side 44

Eimreiðin - 01.09.1914, Side 44
200 sjálfum og haga gjörðum sínum og lífernisháttum eftir vild sinni, ef það ekki verður öðrum að meini eða skaðar þá eða þjóðfélagið í heild sinni. Nú álítur víst enginn rétt, að taka heiðingja með ofbeldi og kristna þá. Miklu verra er þó, að neyða alla hóf- drykkjumenn, alla þá, er að eins neyta smárra skamta af áfengi við hátíðleg tækifæri eða sér til hressingar einstöku sinnum, til að gerast algerðir bindindismenn alt í einu, og án þess að sann- færing fylgi máli. Trúfrelsi og kenningarfrelsi. Erindi flutt í Stúdentafélaginu í Rvík 14. marz 1914. Eftir GÍSLA SVEINSSON, yfirdómslögmann. Petta tvent,- trúfrelsi og kenningarfrelsi, virðist mörgum vera eitt og hið sama. Par sem trúfrelsi sé, þar sem menn megi, óá- reittir, irúa því, er þá lystir, þar sé öllum einnig heim'lt að kenna það, er þeir vilji (hér auðvitað átt eingöngu við átrúnað og kenn- ing trúarbragða). Pessu er líka að nokkru leyti þannig farið, en þó ekki allskostar. Trúfrelsi er sama sem frelsi í trúmdlefn- um, t>g kenningarfrelsi er að miklu leyti að eins afleiðing af því. Pótt trúfrelsi væri fult í landi, eru þó hugsanleg höft á kenn- ingarfrelsi einstakra manna, af sérstökum ástæðum. Um þetta tvent, kenningarfrelsi og trúfrelsi, verður ekki talað í sömu andrá; mun ég því fyrst fara nokkrum orðum um hið fyrra, og því næst víkja að hinu síðarnefnda. — •>Hér d landi er trífrelsi«, segja menn. Tað hlotnaðist oss með stjórnarskránni, 5. jan. 1874. Ákvæði stjskr., sem hér eiga við, eru 46. og 47. gr. — eða rökréttara væri að nefna 47. gr. á undan. 47. gr. hljóðar svo: nEnginn md neins í missa af borgaralegum og pjóblegum » réttindum fyrir sakir iríiarbragóa sinna, né heldur md nokk- »ur fyrir pd s'ók skorast undan almennri félagsskyldu.«

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.